Húnavaka - 01.05.1978, Page 52
50
HÚN AVAK A
Þórður Benediktsson (dáinn) bankastjóri á Egilsstöðum,
Helgi Seljan alþm. og Helgi Benediktsson fyrrv. oddviti á
Hvannnstanga.
b. Benedikt Helgason, f. 20. okt. 1850, d. 3. febr. 1907, bóndi
á Hrafnabjörgum, faðir þeirra Guðmundar Benediktssonar
prests á Barði og frú Ólínu konu Þorsteins B. Gíslasonar
fyrrv. prófasts í Steinnesi.
c. Þorgrímur Helgason, f. 5. nóv. 1855, bóndi á Miklhóli í
Skagafirði, kvæntur Salbjörgu Jónsdóttur.
Seinni kona Helga Benediktssonar var Jóhanna, f. 25. marz
1825, d. 24. júlí 1908 Steingrímsdóttir bónda á Brúsastöðum í
X'atnsdal Pálssonar (prests á Undirfelli Bjarnasonar prests á Mel
Péturssonar) og konu hans Steinunnar Pálsdóttur, systur Bjarna
landlæknis. Af seinni konu börnunum verður hér getið tveggja:
d. Guðmundur Helgason prestur á Bergsstöðum (f. 3. maí
1863) faðir þeirra: Helga læknis í Keflavík og Steingríms
skrifstofustjóra í Reykjavík.
e. Jóhannes bóndi á Svínavatni (f. 21. des. 1865) faðir þeirra
Svínavatnssystkina.
Sonur Helga á Svínavatni utan hjónabands var Guðmann
bóndi á Snæringsstöðum í Svínadal (f. 17. des. 1868) faðir Jóns
yfirkennara í Reykjavík og þeirra systkina.
2. Solveig Benediktsdóttir, f. 12. júlí 1823, giftist Jóhannesi hrepp-
stjóra á Gunnsteinsstöðum Guðmundssyni. Áttu nokkur börn,
en Joau dóu öll í bemsku.
3. Hólmfríður Halldórsdóttir, f. 3. marz 1831, d. 1914. Hólmfríð-
ur var tvígift. Fyrri maðurinn var Björn (f. 14. nóv- 1828) Er-
lendsson frá Móbergi, bróðursonur Jóhannesar á Fjalli Guð-
mundssonar og konu Erlends Sigríðar Símonardóttur. Bjuggu
þau foreldrar Björns á ýmsum bæjum í Engihlíðarhreppi og
áttu margt barna. Bjöm var mjög efnilegur maður. Bjuggu J^au
Hólmfríður og Björn á Stóra-Búrfelli í 6 ár, en þá féll húsbónd-
inn frá (d. 17. jan. 1861) einungis 33 ára. Bömin voru fjórar
dætur, og verður tveggja Jæirra getið síðar. Ekkjan hélt áfram
búskap á Búrfelli, en 1863 flytur til hennar vinnumaður frá
Bollastöðum, Sigfús (f. 7. maí 1838) Hannesson að nafni, og
giftist Hólmfríður honum 25. júní 1863. Faðir hans var Hannes
síðast bóndi í Teigakoti í Bólstaðarhlíðarhreppi, sonur þeirra