Húnavaka - 01.05.1978, Page 53
H Ú N AVA k A
51
Jónatans Jónssonar bónda í Finnstungu o. v. og konu hans
Margrétar Þorkelsdóttur, systur Þorleifs hreppstjóra í Stóradal.
Vorið 1865 fluttu þau hjón búferlum upp í Svartárdal og síðar
norður að Nefstaðakoti í Stíflu, þar sem þau bjuggu 1872—87.
Sigfús flutti til Vesturheims 1901, og höfðu þau hjón þá slitið
samvistir. Þrír synir Hólmfríðar af seinna hjónabandi komust
upp. Verður nú getið barna hennar af báðum hjónaböndum:
a- Sigurlaug Bjömsdóttir, f. 30. júlí 1858. Giftist Bjarna Hall-
grímssyni bónda í Meðalheimi.
b. Ingiríður Solveig Björnsdóttir, f. 23. okt. 1859. Ólst upp hjá
Jóhannesi Guðmundssyni hreppstjóra á Gunnsteinsstöðum.
Giftist Guðmundi Jónssyni bónda á Stóru-Giljá. Dóttir
þeirra Sigurlaug kennari í Reykjavík.
c. Björn Sigfússon bóndi á írafelli í Skagafirði, f. 30. sept. 1863,
kvæntur frænku sinni Ingibjörgu Jónsdóttur á Krithóli í
Skagafirði Jónatanssonar.
d. Ágúst (Hannes Á.) Sigfússon bóndi í Sellandi og Kálfárdal,
f. 8. sept. 1864. Góður hagyrðingur og kvæðamaður. Kvænt-
ur Sigurlaugu Bjarnadóttur frá Álfgeirsvöllum. Áttu 7 börn,
sem komust upp og giftust. Margir niðjar.
e. Sigurður Sigfússon, kvæntur Margréti Illugadóttur, systur
Jónasar Illugasonar í Brattahlíð. Fluttu til Vesturheims.
17. Ólafur Jónsson, Eidsstöðum.
Þá er komið að hinum tvíbýlingnum á Eiðsstöðum, Ólafi Jónssyni.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Steiná og önnur kona hans
Margrét Bjarnadóttir. Segir ni'i fyrst frá þeim hjónum.
Jón á Steiná varð maður mjög kynsæll. Nefnast niðjar hans Stein-
árætt. Hún er fjölmenn mjög um Austur-Húnavatnssýslu og Skaga-
fjörð. Margt þróttmikið fólk og vel gefið. Jón var Eyfirðingur að ætt,
fæddur í Arnarnesi við Eyjafjörð. Þar bjuggu þeir faðir hans og afi,
Jón Sigurðsson og Sigurður Jónsson. Faðir Sigurðar í Arnarnesi var
Jón eldri sonur Þorvaldar hreppstjóra í Dunhaga 1703 Runólfssonar
bónda á Gili í Óxnadal Runólfssonar.
Ókunnugt er með öllu um æsku Jóns Jónssonar og hvenær hann