Húnavaka - 01.05.1978, Side 54
52
H Ú N AVA K A
kom vestur í Svartárdal. Heimildir herma, að hann hafi verið kvænt-
ur áður en hann átti Margréti frá Steiná. Brandsstaðaannáll minnist
andláts Jóns með þessum orðum: „í Hlíðarhrepp dóu 3 heldri bænd-
ur. . . . Jón Jónsson á Steiná, fjórgiftur, átti 23 börn, 8 af þeim gift
og búandi." Mér er ekki kunnugt nema um 3 konurnar og 21 barn-
anna. Það er fyrsta konan sem vantar. Gísli Konráðsson segir í Hún-
vetningasögu, að Margrét Bjamadóttir hafi verið önnur kona Jóns.
Mér er fyrst kunnugt um Jón Jónsson um 1790. Hann er þá kvæntur
Margréti og búa Jrau á Skottastöðum í Svartárdal, en flytja þaðan
vcjrið 1794 að Steiná, og Jrar býr Jón til æviloka 1837. Hann er fædd-
ur um 1704 og dáinn 12. marz 1837.
Margrét Bjarnadóttir lézt 17. ág. 1814. Börn þeirra hjóna voru
a. m. k. 9, en hafa getað verið fleiri, Jjar sem samfelldar kirkjubækur
eru ekki til frá Bergsstaðaprestakalli fyrr en 1817. Foreldrar Mar-
grétar voru hjónin Bjarni Jónsson bóndi á Steiná og Margrét Þórð-
ardóttir (d- 1785). Bjarni var fæddur um 1720 og dáinn 1. jan. 1795.
Húnvetningasaga segir að hann hafi búið á Kötlustöðum í Vatnsdal
1766. Um aðra bústaði er ekki kunnugt fyrr en hann reisir bt'i á
Steiná 1774 og býr Jrar til æviloka. — Margrét Bjarnadóttir var yngst
sinna systkina, en Jrau voru a. m. k. fjögur og bjuggu í Svartárdal.
Framættir Jreirra hjóna eru ókunnar.
Næst á eftir Margréti átti Jón Guðbjörgu dóttur Jóns sterka bónda
á Hryggjum Þorsteinssonar. Hún dó af barnsburði 17. maí 1834, 44
ára. Ekki er mér kunnugt um hvenær Jjau giftust, en fyrsta barn
Jreirra er fætt 3. marz 1818 (Sigurður). Börn Jjeirra urðu 8 og er hið
síðasta fætt andvana. Síðustu konu sinni, Ingunni Jónsdóttur, kvænt-
ist Jón 17. okt. 1836. Þau voru barnlaus. — Verður nú horfið að því
að segja frá Ólafi Jónssyni á Eiðsstöðum.
Ólafur er fæddur á Steiná um 1799. Um æsku hans er lítið kunn-
ugt. Við manntalið 1816 er liann skráður „vinnupiltur 17 ára“ í
Brekkukoti i Lýtingsstaðahreppi, en Jrar bjuggu á árunum 1813—54
Skúli Guðnnmdsson og kona hans Guðrún Jónsdóttir, systir Ólafs og
elzt Jreirra Steinársystkina, barna Margrétar. Frá Ólafi segir svo ekki
frekar fyrr en 1822, Jregar hann kvongast bóndadóttur á Eiðsstöðum
— Segir nú fyrst frá tengdaforeldrunum.
Tónras hét hann Tómasson og kona lians Ingiríður Jónsdóttir. Þau
höfðu búið á Eiðsstöðum síðan 1788. Var Tómas Vatnsnesingur að
ætt, kominn í beinan karllegg frá Ólafi Guðmundssyni skáldi og