Húnavaka - 01.05.1978, Page 55
HÍIN AVA K A
5 3
presti á Sauðanesi, f. um 1609. Ingiríður (f. um 1763) var dóttir Jóns
Halldórssonar bónda síðast á Höllustöðum og konu hans Solveigar
Ólafsdóttur í Huppahlíð í Miðfirði Jónssonar og konu Ólafs Mál-
fríðar Bjarnadóttur smiðs og bónda í Miðfirði Vilhjálmssonar sýslu-
manns á Þóroddsstöðum í Hrútafirði Arnfinnssonar prests á Stað í
Hrútafirði Jónssonar.
Fjögur voru börn þeirra Eiðsstaðahjóna: Benedikt bóndi á Eiðs-
stöðum, sjá þátt Halldórs Auðunssonar, Ólafur bóndi á Eyvindar-
stöðum, f. 1790, Solveig, f. um 1791, kona Ólafs Jónssonar bónda á
Kagaðarlióli og loks Sigurbjörg, f. um 1802, húsfreyja á Eiðsstöðum,
sem varð kona Ólafs Jónssonar frá Steiná. Tómas komst í töluverð
efni og fór lausafjártíund hans upp í 27 hundruð, en 1816 lét hann
hálfa jörðina í ábúð Benedikts sonar síns, og minnkaði hann þá við
sig. Tómas missti Ingiríði konu sína 28. júní 1820. Brá hann þá búi
vorið eftir. Sigurbjörg Tómasdóttir er nú talin fyrir ábúð á hálflend-
unni á móti Benedikt bróður sínum. Ólafur frá Steiná kemur svo til
bús með Sigurbjörgu vorið 1821, og þau giftast þá um haustið (4.
okt. 1821), og Ólafur tekur við búsforráðum.
Þegar Tómas á Eiðsstöðum hættir búskap flytur hann að Kagaðar-
hóli til Solveigar dóttur sinnar og Olafs Jónssonar manns hennar, og
þar lézt Tómas 25. marz 1824.
Solveig Tómasdóttir er við manntal 1801 talin „fósturbarn 10 ára“
hjá ekkjunni Guðríði Símonardóttur á Eyvindarstöðum- Solveig gift-
ist 30. okt. 1810 Ólafi Jónssyni, en liann mun hafa verið sonur Jóns
Árnasonar bónda á Eiðsstöðum og konu lians Agnesar Guðmunds-
dóttur bónda og hreppstjóra á Eiðsstöðum Bjarnasonar (f. um 1681)
Guðmundssonar á Torfustöðum í Svartárdal 1703, en Bjarni frá
Torfustöðum var bróðir Árna bónda á Eyvindarstöðum 1703, sem
var fyrri maður Guðríðar Jónsdóttur langömmu Þorleifs hreppstjóra
í Stóradal Þorkelssonar, sjá þátt hans.
Ekki er kunnugt um bústaði ungu hjónanna fyrst eftir að þau gift-
ust, og það sem verra er, nöfn þeirra finnast ekki í manntalinu 1816.
Samkvæmt kirkjubók Hjaltabakka flytja þau hjón búferlum að Kag-
aðarhóli vorið 1817 og eru þá talin koma frá Skrapatungu í Vind-
hælishreppi. Þau Ólafur og Solveig búa svo á Kagaðarhóli til ævi-
loka, nema fardagaárið 1839—40 er þau bjuggu á Holtastöðum.
Ólafur lézt 27. okt. 1845, en ekkja hans hélt áfram búskap á Kagaðar-
hóli til 1852.