Húnavaka - 01.05.1978, Page 56
54
H Ú N AVA K A
Ólafur og Solveig átti a. m. k. 9 börn. Dóu nokkur þeirra í
bernsku. Ein dóttir þeirra giftist Jóhanni Guðmundssyni vegabóta-
stjóra og önnur Stefáni bónda á Holtastöðum Björnssyni bónda í
Hvammi í Langadal Magnússonar. Dóttir þeirra var Solveig barns-
móðir Stefáns bónda í Brúarhlíð Árnasonar, en dóttir þeirra var
Konkordía kona Sigurðar Bjömssonar í Hofstaðaseli.
Geymst hefir í munnmælum (Guðmundur á Svínavatni) vísa, sem
talið er að sé um Solveigu á Kagaðarhóli:
Eg vil fara yfir á
upp að Kagarhóli,
mína systur mæta þá
mætt eg sjá á róli.
Líklegt má telja að vísan sé eftir Ólaf á Eyvindarstöðum bróður
Solveigar, og að hann hafi kveðið hana í kaupstaðarferð, þegar hann
var að koma úr Höfðakaupstað og hann nálgaðist Hrafnseyrarvað á
Blöndu, þar sem vestanmenn fóru yfir ána,
Þau Ólafur Jónsson frá Steiná og Sigurbjörg Tómasdóttir bjuggu
í tvíbýli á Eiðsstöðum allan sinn búskap 1822—64, en þá lézt Ólafur
7. sept. 1864, en Sigurbjörg dó 28. ág. 1870. — Bú þeirra var aldrei
stórt. Fimm voru börnin, fjórir synir og ein dóttir. \7erða ]rau hér
nefnd og getið nokkurra niðja.
1. Jón Ólafsson, f. 24. júlí 1825, bóndi í Brekkukoti í Lýtings-
staðahreppi 1853—71, Lýtingsstöðum 1871—78 og Mið-Vatni
1878—83. Eyrri kona hans var Guðrún Skúladóttir, dáin 4. marz
1863 og seinni konan Ragnheiður Jóhannsdóttir. Þau hjónin
fluttu til Vesturheims 1883. Sonur Jóns Ólafssonar og fyrri kon-
unnar var Skúli, d. 1916, bóndi á Ytra-Vatni 1881 til dánar-
dægurs. Kona hans var Guðrún Tómasdóttir bónda á Tungu-
hálsi Tómassonar. Áttu rnargt barna. Meðal þeirra:
a. Ólafur Skúlason, d. 1932, bóndi á Torfustöðum í Bólstaðar-
hlíðarhreppi, kvæntur Þóru Jóhannsdóttur bónda síðast á
Torfustöðum Sigfússonar. Áttu 3 börn: Eggert húsasmíða-
meistari, Valgerður húsfrú í Reykjavík og Ólafur múrari.
b. Guðrún Skúladóttir kona Böðvars umsjónarmanns Jónsson-
ar (prests Þorlákssonar), en dóttir þeirra er Ingibjörg Böðv-