Húnavaka - 01.05.1978, Side 57
H Ú N AVA k A
arsdóttir apótekari í Breiðlioltsapóteki í Reykjavík, gift
Reyni vélstjóra Guðmundssyni í Hafnarfirði.
2. Bjarni Ólafsson, f. 26. sept. 1826, bóndi í Stafni 1859—92,
kvæntur Margréti Jónsdóttur bónda í Stafni Sigurðssonar og
Guðbjargar Árnadóttur (Hlynir og hreggviðir). Börn þeirra:
a. Margrét Sigurbjörg Bjarnadóttir, f. 4. sept. 1859, giftist Jón-
asi Jónssyni Rafnssonar, er tók sér ættarnafnið Húnford. Þau
fluttu til Vesturheims.
b- Hólmfríður Bjarnadóttir, f. 25. júlí 1862, giftist Sigvalda
Björnssyni bónda á Skeggsstöðum. Meðal barnabarna: Pétur
Sigurðsson hreppstjóri á Skeggsstöðum og Jæir bræður,
Hjálmarssynir, Sigvaldi blaðamaður og Jón fasteignasali í
Reykjavík.
3. Ólafur Ólafsson, f. 18. apríl 1830, d. 13. maí 1876. Ólst að
nokkru upp hjá móðursystur sinni Solveigu og manni hennar
Ólafi Jónssyni á Kagaðarhóli, og jjaðan er hann fermdur 1844.
Kvæntist 13. júní 1859 Guðrúnu Guðmundsdóttur hreppstjóra
á Guðlaugsstöðum Arnljótssonar. Voru fyrst í húsmennsku á
Snæringsstöðum í Svínadal. Bjuggu síðan á Hrafnabjörgum og
Guðrúnarstöðum í Vatnsdal frá 1861 til þess er Ólafur lézt
1876. Sambúð þeirra hjóna var því ekki nenta tæp 17 ár og elzta
barnið var á 16. árinu þegar heimilisfaðirinn féll frá einungis
46 ára að aldri. Seinni maður Guðrúnar á Guðrúnarstöðum var
Sigvaldi Þorkelsson bróðir Árna á Geitaskarði og þeirra mörgu
systkina. Síðara hjónaband Guðrúnar var barnlaust, en með
Ólafi átti hún þessi börn:
a. Elín, f. 17. des. 1860, gift Jónasi B. Bjarnasyni hreppstjóra í
Litladal.
b- Sigurbjörg, f. 20. nóv. 1862, gift Jóhanni P. Þorsteinssyni
bónda Rútsstöðum.
c. Guðrún, f. 10. ág. 1864, gift Benedikt Helgasyni bónda
Hrafnabjörgum.
d. Guðmundur, f. 13. okt. 1867, aljom. í Ási, kvæntur Sigur-
laugu Guðmundsdóttur.
e. Ingibjörg Steinvör, f. 2. des. 1869, gift Jóhannesi Helgasyni
bónda Svínavatni.
f. Soffía, f. 28. ág. 1871, ógift og barnlaus.