Húnavaka - 01.05.1978, Síða 58
56
H Ú N AVA K A
4. Benedikt Ólafsson, f. 14. jan. 1836. Kona hans var Hólmfríður
Bjarnadóttir. „Hin mesta snilldarkona og vel að sér gjör um
flesta hluti, vitur kona og vel skáldmælt." (Almanak Ól. Thor-
geirssonar 1911, bls. 43). Bjuggu þau á Eiðsstöðum 1864—71 og
svo á tveim býlum í Skagafirði, en fluttu þaðan til Vesturheims
1874. Var þá mjög mikill útflutningur frá íslandi og Vestur-
farahópurinn 1874 einn hinna stærstu. Benedikt nam fyrst land
á vesturströnd Winnipeg-vatns. Þar missti hann konuna. Voru
börn þeirra fjögur: Bjarni bóndi í Mountain byggð N. D., Ólaf-
ur, Jón og Sigurbjörg. Árið 1888 flutti Benedikt til Alberta.
Hann var þá kvæntur seinni konunni Björgu Torfadóttur. Þau
eignuðust dóttur, sem fékk nafnið Hólmfríður. Meðal niðja
Benedikts er frú Josephina Wettenberg í Edmonton, Canada,
sem liefir verið hér heima á íslandi. — „Benedikt var snyrti-
menni og hugljúfi hvers manns. Hann var vel greindur og glað-
lyndur og skemmtinn, og þótt hann — eins og þá var um flesta
— hefði farið því nær algjörlega á mis við alla menntun var
hann fyndinn og orðheppinn- . . . Á yngri árum var hann talinn
söngmaður með afbrigðum. Unni hann mjiig íslenzkum tví-
söng, og engin skemmtun hygg eg honum hafi verið jafn hugð-
næm og sönglistin og það til dauðadags.“ (Almanak Ól. Thor-
geirssonar 1911, bls. 44—45).
5. Ingiríður Ólafsdóttir, fædd á Eiðsstöðum 11. nóv. 1827. Fjórt-
ánda september 1851 giftist hún festarmanni sínum Páli Snæ-
björnssyni frá Gilsstöðum í Vatnsdal (Snæbjíirnssonar prests í
Grímstungum Halldórssonar biskups). Ungu hjónin höfðu haf-
ið búskap á Flögu í Vatnsdal þá um vorið. Bústaðir þeirra hjóna
urðu svo: Flaga 1851—57, Þorbrandsstaðir í Langadal 1857—60
og loks Gilá í Vatnsdal 1860—70, en j^á féll húsfreyjan frá, dáin
23. jan. 1870, einungis 42 ára. Þeim hjónunum hafði orðið 10
barna auðið á árunum 1852—65. Tveir synir, sent báðir báru
nafn Ólafs afa síns á Eiðsstöðum, létuzt í bernsku, en hin börn-
in öll urðu fulltíða.
Páll var um fimmtugt þegar hann rnissti konuna, fæddur 29.
okt. 1820. Börnin voru 8 á lífi. Elzt þeirra voru tveir synir, en
svo korna dæturnar sex á aldrinum 4—14 ára. Flér var því um
stóra og erfiða fjölskyldu að ræða. Páll tók jiann kostinn að
hætta búskap. Flutti hann sjálfur að Guðrúnarstöðum til Ólafs