Húnavaka - 01.05.1978, Síða 59
H Ú N AVA K A
57
mágs síns og eitthvað ai börnunum, en hinum var komið í
vistir.
Páll Snæbjömsson átti bróður í Yesturheimi, sem Bjami liét
(þeir voru þrír Gilsstaðabræður með því nafni). Bréf fóru á
milli þeirra bræðra, senr leiddu til þess, að Páll flytur vestur til
Ameríku árið 1888 og flest börnin. Bjarni hafði numið land í
Muskokabyggð í Ontario. Þar lenti Páll og bjó þar til æviloka
12. jan. 1909. Sex barnanna fluttu til \7esturheims: Benedikt,
f. 30. júlí 1852, Guðmundur, f. 10. sept. 1853, Solveig, f. 26.
febr. 1858, Kolfinna, f. 15- apríl 1859, Jórunn, f. 29. des. 1861
og Guðrún, f. 21 des. 1865. Enn eru ótalin tvö barnanna, dætur,
sem giftust hér heima: Sigurbjörg, f. 8. jan. 1856, sem átti Guð-
mund Björnsson í Böðvarshólum og Ingibjörg, f. 29. des. 1863,
en hún átti Guðmund Árnason í Saurbæ á Vatnsnesi.
18. Jón Jónsson, Eldjárnsstöðum.
A Eldjárnsstöðum býr Jón Jónsson. Hann er hálfbróðir Ólafs á
Eiðsstöðum. launsonur Jóns Jónssonar á Steiná og fæddur um 1794.
Móðirin hét Steinunn Guðmundsdóttir, f. um 1762. Foreldrar henn-
ar voru: Guðmundur Jónsson, f. 1727, d. um 1787 og kona hans Mar-
grét Árnadóttir, f. um 1728. Bjuggu þau hjón fyrst á Eiríksstöðum,
en svo á Leifsstöðum og þar andaðist Guðmundur. Ekkjan hélt áfram
búskap eftir lát manns síns, fyrst á Leifsstöðum, en svo flytur hún
að Hóli og býr Jrar a. m. k. árin 1791—93. Þá verður sú breyting á, að
yngri dóttir ekkjunnar, Margrét, f. um 1768 Guðmundsdóttir, tekur
við búi á Hóli ásamt manni sínum, Árna Jónssyni. Árni varð skamm-
lífur. Hann drukknaði í Svartá ofan um ís 18. des. 1807. Margrét
ekkja hans býr áfram á Hóli. Hjá þessu fólki, ömmu sinni og móður-
systur, ólst Jón Jónsson upp. Við manntalið 1816 er Jón enn á Hóli
hjá Margréti móðursystur sinni, sem Jrá er gift í annað sinn og hefir
nú fengið til bús með sér bóndason frá Stafni, Jón Sigurðsson, f. um
1792, og var hann 24 árum yngri en Margrét.
Rúmlega þrítugur að aldri kvongast Jón Jónsson (9. okt. 1820)
Engilráðu Sigurðardóttur, f. um 1796. Var hún dóttir Sigurðar í
Stafni og Helgu Jónsdóttur konu hans og því alsystir Jóns seinni
manns Margrétar Guðmundsdóttur.