Húnavaka - 01.05.1978, Side 61
H U N AVA K A
59
Engilráðar, er báðar giftust norður til Skagafjarðar, Guðrún
Halldóri bónda Gíslasyni á Halldórsstöðum og Engilráð
Ingimar Bogasyni verzlunarmanni á Sauðárkróki.
3. Steinunn Jónsdóttir, f. 3. febr. 1834 á Eldjárnsstöðum, átti Jón
bónda á Þröm Davíðsson. Sonur þeirra Helgi bóndi á Hafgríms-
stöðum, Stapa og Merkigarði í Lýtingsstaðahreppi 1905—52,
kvæntur Þóru á Hafgrímsstöðum Kristjánsdóttur og Elínar
Arnljótsdóttur frá Syðri-Langamýri.
19. Guðlaugur Þorsteinsson, Þröm.
Guðlaugur er fæddur í Hátúni á Langholti í Skagafirði um 1793
og dáinn á Þröm í Blöndudal 15. des. 1858. Foreldrar hans voru:
Þorsteinn bóndi í Syðra-Tungukoti (Brúarhlíð) Erlendsson og kona
hans Sigríður Jónsdóttir. Ættin var skagfirzk. Þrír ættliðir: Guð-
laugur, Þorsteinn faðir hans og afinn Erlendur, höfðu allir fæðst í
Hátúni, en dáið í Húnavatnssýslu og búið þar að mestu.
Við manntalið 1801 er Guðlaugur fósturbarn afa síns í Rugludal,
Erlends Runólfssonar og 1816 hjá honum í Ytri-Tungukoti (Ártún).
Guðlaugur átti Jdví lieima í Blöndudal, nema fyrstu bernskuárin-
Þegar Guðlaugur staðfesti ráð sitt er hann vinnumaður á Eyvindar-
stöðum. Vinnukona var þar á heimilinu, sem Solveig bét. Hún var
fædd á Kaldrana á Skaga um 1794, og voru foreldrar hennar: Illugi
bóndi á Kaldrana Hiiskuldsson sterka Guðmundssonar og kona lians
Guðrún Árnadóttir á Kaldrana Sveinssonar. Illugi lézt 25. apríl 1795.
Ekkjan giftist aftur og átti Hreggvið skáld Eiríksson, og bjuggu þau
áfram á Kaldrana. Þar ólst Solveig upp, er þar við manntal 1801, en
er orðin vinnukona á Brandsstöðum 1816. Æskuheimili hennar hafði
leyzt upp 1813, enda var Hreggviður ekki mikill búmaður, og börn
þeirra beggja voru a. m. k. níu.
Haustið 1826 (5. okt.) eru þau gefin saman í hjónaband vinnu-
hjúin á Eyvindarstöðum, Guðlaugur Þorsteinsson og Solveig Illuga-
dóttir. Vorið eftir reisa Jrau svo bú á Þröm, fremsta býlinu í dalnum
að vestanverðu. Þar búa Jrau til æviloka. Létust þau með skömmu
millibili. Hann 15. des. 1858 og hún 26. febr. 1860-
Meðal jDriggja bama Jreirra var Kristín, f. 27. apríl 1829, sem átti