Húnavaka - 01.05.1978, Page 62
00
HÚN AVAK A
Gísla bónda í Fossseli á Skagaheiði Þorsteinsson í Kóngsgarði Gísla-
sonar á Kolgrímustöðum í Eyjafirði.
20. Þorleifur Þorkelsson, Stóradal.
í Dal stóra öld hreppstjóri ræður,
Þorkels kundur Þorleifur,
þar til fundinn duglegur.
öld: fólk, menn).
Hans er svanni híbýlanna prýði,
góðs til þróttug gæða mörg
Guðmundsdóttir Ingibjörg.
(Þarf ekki skýringa við).
Þorleifur er fæddur um 1771 í Eiriksstaðakoti, sem nú heitir
Brattahlíð. Þar bjuggu foreldrar hans, Ingiríður eldri Jónsdóttir frá
Skeggsstöðum, systir Guðmundar ríka í Stóradal og maður hennar
Þorkell Þorleifsson, sem varð mjög skammlífur, fæddur um 1743 á
Eyvindarstöðum ogdáinn um 1775 eftir 5 ára búskap.
I föðurætt var Þorkell í Eiríksstaðakoti korninn af þeim bræðrum
báðum, sonum séra Þorleifs í Blöndudalshólum Ólafssyni, þeim
Birni lögsagnara á Guðlaugsstöðum og Jóni Þorleifssyni eldra bónda
á Eyvindarstöðum, en Jreir voru hálfbræður, samfeðra. Átti Þorleifur
Jón meðan hann var í skóla með vinnnkonu föður síns, Ólafs Guð-
mundssonar í Finnstungu. Þorkell sonur Bjöms lögsagnara kvæntist
Guðríði Jónsdóttur bónda á Eyvindarstöðum Þorleifssonar, en þai'
sem Jrau voru bræðrabörn fengu Jrau konungsleyfi til hjúskapar.
Sonur þeirra var Þorleifur (f. um 1715) bóndi fyrst á Eyvindarstöð-
um, en flutti upp í Svartárdal og bjó þar fyrst á Eiríksstöðum (um
1745) og síðar í Eiríksstaðakoti. Kona hans og móðir Þorkels í Eiríks-
staðakoti var Margrét Jónsdóttir hreppstjóra og bónda á Eyvindar-
stöðum á fyrri hluta átjándu aldar Magnússonar.
Það stóðu Jdví góðar ættir að Þorleifi í Stóradal. Móðurættin var
hin dugmikla Skeggsstaðaætt, en föðurættin var Guðlaugsstaðaættin,
en hún var ein grein á hinni velvirtu húnvetnsku höfðingjaætt,