Húnavaka - 01.05.1978, Síða 63
H Ú N AVA K A
(il
Geitaskarðsættinni. Var þar um eitt kvenhné að ræða, Guðrúnu
Egilsdóttur lögrm. á Geitaskarði Jónssonar sýslum. þar Einarssonar.
Guðrún frá Geitaskarði var kona Guðmundar í Finnstungu Gísla-
sonar, en sonur þeirra var Ólafur í Finnstungu faðir séra Þorleifs í
Blöndudalshólum föður Björn lögsagnara á Guðlaugsstöðum.
Ingiríður og Þorkell eignuðust fjögur börn í fimm ára sambúð
sinni. Elztur var Þorleifur, fjögurra ára, þegar faðir hans féll frá. Hin
voru þrjár dætur: 1) Margrét, sem átti Jónatan Jónsson frá Ytri-Ey,
bróður Jónasar á Gili. Margir niðjar. 2) Björg átti Björn Árnason
frá Fjalli. Barnlaus. Og 3) Ingiríður átti ekkjumanninn Pál Ás-
mundsson.
Þegar Ingiríður missti mann sinn fór til hennar, sem ráðsmaður
Jón bróðir séra Björns í Bólstaðarhlíð Jónssonar. Þau giftust svo um
1777 og bjuggu fyrst í Eiríksstaðakoti, en fluttu svo á eignarjörð
Jóns, Kálfárdal. Jón Jónsson er fæddur um 1750 í Ásbjarnarnesi á
Vatnsnesi og dáinn 11. ág. 1825 í Kálfárdal. Þrjú voru börn þeirra:
1) Þorkell bóndi á Fjalli í Sæmundarhlíð. Margt niðja. 2) Margrét,
dáin fyrir 181(5. Og 3) Guðrún seinni kona Jóns Árnasonar í Garði í
Hegranesi, — bjuggu á Fremstagili-
Hjáleigan frá Bólstaðarhlíð og fjallabýlið Kálfárdalur var heimili
Þorleifs í nær aldarfjórðung. Það varð lians skóli. Um það segir svo
í þætti mínum um Þorleif í bókinni „Hlynir og hreggviðir“ (Ak.
1950): „Kálfárdalur er erfið jörð, bæði um heyöflun og fénaðarferð.
Fast hefir orðið að sækja heyskapinn, því að um töluverðan sauð-
fénað var að ræða. Og mörg sporin liefir Þorleifur átt um fjöllin þar
efra, og oft hefir hann þurft á aðgæzlu og Jrreki að halda, til joess að
verja beitarpeninginn fyrir áföllum vetrarbyljanna. Við J^essi skil-
yrði ólst Þorleifur upp.“
Rúmlega Jorítugur að aldri, vorið 1803, gerist Þorleifur vinnu-
maður hjá Guðmundi Jónssyni móðurbróður sínum í Stóradal og 5
árum síðar fær hann elztu heimasætuna þar, Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur fyrir eiginkonu. Hún var fædd í Þvervárdal um 1783. Brúð-
kaup Jjeirra hjóna fór fram í Stóradal 8. ág. 1808.
Björn á Brandsstöðum lýsir Ingibjörgu svo: Hún „var snemma
vanin til kvennavinnu, með því bæði var hún frábær og lagvirk og
hlant strax ágætt mannorð og hylli Jieirra, sem til hennar þekktu.
Þar með var lnin með fríðustu stúlkum að ásýnd og vaxtarlagi og
beztur kvenkostur talin hér um sveitir.“