Húnavaka - 01.05.1978, Side 64
62
HÚN AVAKA
Þorleifur varð stórbóndi í Stóradal og ríkur maður bæði að lönd-
um og lausum aurum. „Eigi var hann ákefðarmaður sem Guðmund-
ur, vannst þó vel að heimilisstarfi.“ Hann hafði um tíma útibú á
Stóra-Búrfelli og byggði upp frammi í dalbotninum í Stóradalsseli.
Hafði Þorleifur málnytupening þar í seli á sumrum og eitthvað af
fénaði á fóðrum á vetrum. Hann var og athafnasamur við byggingar
lieima í Stóradal. Þorleifur tók fljótlega, eftir að hann fór að bt'ia, við
hreppstjórastörfum í Svínavatnshreppi og hélt þeim til æviloka. Um
hreppstjórastörfin kemst Björn á Brandsstöðum svo að orði: „Hann
var stjórnsamur og alvörugefinn. Varði vel sveitina, harðdrægur móti
áleitni, í miklu áliti og elskaður af sveitarmönnum, þægilegur og
ráðagóður“
Þorleifur gerðist forustumaður sveitunga sinna og jafnvel bænda
í Bólstaðarhlíðarhreppi um samtök til flokkaverzlunar við kaup-
menn í Reykjavík, vegna slæmra verzlunarkjara í Höfðakaupstað.
Hafði Guðmundur brotið ísinn í þessu efni, en engin samtök höfðu
myndast um hann. Þorleifur var foringi sveitunga sinna við verzl-
unarferðirnar suður og samdi við Reykjavíkurkaupmennina fyrir
flokkinn. Þar af kom nafnið flokkaverzlun. Héldust þessi viðskipti
til ársins 1825, en þá urðu eigandaskipti á verzluninni í Höfðakanp-
stað og nýju eigendurnir urðu betri viðskiptis.
Þorleifur í Stóradal lézt 5. okt. 1838. Ingibjörg ekkja hans liélt
áfram búskap í Stóradal, en giftist svo 9 árum eftir lát manns síns
Kristjáni Jónssyni frá Snæringsstöðum, sem nú verður bóndi í Stóra-
dal. Fékk hann þar kenninganafnið hinn ríki og er jafnan kenndur
við Stóradal.
Börn Ingibjargar og Þorleifs voru:
1. Ingibjörg Þorleifsdóttir, f. 28. sept. 1804 í Stóradal, dáin 1. ág.
1886 í Bólstaðarhlíð. Hún giftist 31. maí 1826 Klentenz Klem-
enzsyni frá Höfnnm. Bjuggn fyrst á Holtastöðum, en 15. febr.
1825 keypti Klemenz Bólstaðarhlíð á 1510 rd-, og fluttu þau
hjón þá þangað um vorið. Síðan hefir sú jörð verið í eign og
ábúð sömu ættar. Þau Bólstaðarhlíðarhjón áttu alls 10 börn.
Dó helmingur þeirra í bernsku, en fullorðin urðu tveir synir
og þrjár dætur.
a. Margrét Valgerður, f. 26. marz 1830, átti Sigurð Benedikts-
son söðlasmið, dótturson Ingibjargar Björnsdóttur prests í