Húnavaka - 01.05.1978, Síða 65
H Ú N AVA K A
63
Bólstaðarhlíð. Meðal niðja: Sigurður Þórðarson kaupfélags-
stjóri á Sauðárkróki og alþingismaður Skagfirðinga, þeir
Fjallsbræður: Halldór Benediktsson bóndi þar og jakob dr.
phil. forstöðumaður orðabókarnefndar og að sjálfsögðu þeir
Bólstaðarhlíðarfeðgar o. fl.
b. Ingibjörg Guðrún, f. 24. febr. 1833. Flutti til Vesturheims
með Elísabetu systur sinni og dáin þar. Maður hennar var
Guðmundur trésmiður Einarsson frá Gili. Klemenz jónas
hét sonur J^eirra, f. 12. ág- 1860 í Bólstaðarhlíð. Hann flutti
til Vesturheims 1886 með konu og börnum. Kunnur maður
og á niðja.
c. Elísabet Sigríður, f. 1838, dáin í Vesturheimi. Giftist Magn-
úsi Brynjólfssyni, Magnússonar, bróður Skafta lögmanns.
Bjuggu í Bólstaðarhlíð, en fluttu til Vesturheims 1875 ásamt
þrem börnum.
d. Þorleifur Klemenz, f. 4. júlí 1839, d. 11. maí 1902. Bóndi í
Kálfárdal og svo Botnastöðum, kvæntur Þórunni Eyjólfs-
dóttur bónda í Kálfárdal Eyjólfssonar (Meingrundar). Sonur
jDeirra Klemenz kennari í Reykjavík.
e. Guðmundur Jónas, f. 5. okt. 1847, d. 15. júlí 1931. Bóndi í
Bólstaðarhlíð, kvæntur frænku sinni Ingiríði Ósk Erlends-
dóttur frá Tungunesi. Áttu 7 böm, en einungis eitt þeirra,
Klemenz bóndi í Bólstaðarhlíð, náði fullorðins aldri.
2. Guðrún Þorleifsdóttir, f. 5. maí 1806, átti Halldór Magnússon
prests í Glaumbæ Magnússonar og konu hans Sigríðar Hall-
dórsdóttur Vídalín.
3. Ingibjörg Þorleifsdóttir, f. 25. marz 1807.
4. Guðmundur Þorleifsson, f. 11. jan. 1809. Bóndi á Mánaskál og
hreppstjóri í Vindhælishreppi, kvæntur Guðrúnu Magnúsdótt-
ur frá Glaumbæ systur Halldórs nr. 2 hér að ofan. Meðal barna:
a) Guðmundur bóndi í Ytra-Tungukoti, kvæntur Sigríði Guð-
mundsdóttur. Flutti með konu og tveim börnum til Vestur-
heims, og b) Ingibjörg seinni kona Erlends Pálmasonar í
Tungunesi.
5. Andrés Þorleifsson, f. um 1810, bóndi síðast á Geithömrum í
Svínadal, kvæntur frænku sinni Ingiríði Pálmadóttur frá Sól-
heimum. Barnlaus.
6. Þorleifur Þorleifsson, f. um 1815, bóndi síðast í Saurbæ á Neðri-