Húnavaka - 01.05.1978, Síða 66
(54
H Ú N AVA K A
byggð í Skagafirði, kvæntur Ingibjörgu Magnúsdóttur frá
Glaumbæ systur nr. 2 og nr. 4 hér að ofan. Meðal barna þeirra
Halldór Þorleifsson járnsmiður á Sauðárkróki, kvæntur Sigríði
Magnúsdóttur frá Utanverðunesi Árnasonar. Sonur þeirra var
Magnús skósmiður á Sauðárkróki, en hann var faðir Sigríðar
konu Friðriks Ingólfssonar garðyrkjubónda í Laugahvammi í
Lýtingsstaðahreppi, en tvö börn þeirra hjóna eru með hjúskap
tengd Bólstaðarhlíðarhreppi. Sigurður frá Laugarhvammi er
kvæntur Klöru Jónsdóttur frá Ártúnum og Solveig systir Sig-
urðar er húsfreyja í Bólstaðarhlíð og gift bóndanum þar, Kol-
beini Erlendssyni.
7. Elísabet Þorleifsdóttir, f. 20. okt. 1814, dáin nálægt 6 ára.
8. Þorkell Þorleifsson, f. 15. apríl 1818, dáinn í sama mánuði.
9. Sveinn Þorleifsson, f. 12. júlí 1819, kvæntur frænku sinni Sig-
ríði Pálmadóttur frá Sólheimum. Bjuggu á Snæringsstöðum í
Svínadal og síðar á Ytri-Langamýri. Sonur þeirra Jón (Andrés)
prófastur í Görðum á Álftanesi.
10. Elísabet Þorleifsdóttir, f. 11. marz 1821. Hún átti frænda sinn
Erlend Pálmason frá Sólheimum, fyrri kona hans. Erlendur bjó
í Tungunesi, forustumaður í héraði og félagsmálafrömuður.
Meðal barna:
a. Þorleifur Pálmi Erlendsson, f. í Tungunesi 24. febr. 184(i
og dáinn á Stóra-Búrfelli 5. júlí 1930. Þorleifur kvæntist 21-
okt. 1872 frænku sinni Ósk (f. 9. apríl 1849) Jónsdóttur
bónda í Stóradal Pálmasonar. Voru þau hjón bræðrabörn.
Ungu hjónin reistu bú á Stóra-Búrfelli, en sú jörð hafði um
all-langt skeið verið í eign ættarinnar.
Eftir 10 ára sambúð missti Þorleifur Ósk konu sína (d. 5.
júlí 1882). Hafði þeim hjónum fæðst 7 börn, en af þeim
komust ekki upp nema tvær dætur: Ingiríður, ógift og barn-
laus og Elísabet, sem átti Jóhannes Halldórsson frá Móbergi
og með honum fjölda barna. Eitt Jreirra, Ingiríður, ólst upp
hjá nöfnu sinni og móðursystur. Ingiríður Jóliannesdóttir
varð um nokkurn tíma húsfreyja í Vatnsdal, átti Þorstein
Bjarnason, sem lézt ungur 23. jan. 1945.
Þegar Þorleifur á Búrfelli rnissti konu sína var vinnukona
hjá honum sonardóttir Markúsar Andréssonar á Ytri-I.anga-
mýri, Ingibjörg Daníelsdóttir. Hún tók nú við húsfreyju-