Húnavaka - 01.05.1978, Page 67
H Ú N AVA K A
65
störfunum á Búrfelli og bjuggu þau Þorleifur saman alla ævi
og áttu sjö börn, og er gerð grein fyrir þeim í þætti Markús-
ar Andréssonar.
Um önnur bcirn Erlends í Tungunesi vísast til þáttarins
um Pálma í Sólheimum (Húnavaka 1976).
11. Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir, f. 30- ág. 1826, d. 19. apríl 1909.
Hún giftist frænda sínum Jóni Pálmasyni frá Sólheimum. Þau
bjuggu í Sólheimum 1848—67 og Stóradal 1867—86. Jón var
bændahöfðingi og félagsmálafrömuður. Hann sat á Alþingi sem
varajnngmaður Húnvetninga 1863—65. Um niðja vísast til
greinar minnar „Jón í Sólheimum“ í bókinni Fortíð og fyrir-
burðir (A. 1962).
21. Guðmundur Jónsson, ríki i Stóradal.
Annar halur í Stóradal byggir,
Jóni getinn Guðmundur,
góður metinn búhöldur.
(Þarf ekki skýringa við).
Ég hefi áður skrifað um Guðmund ríka í Stóradal í fyrsta bindi
ritsafnsins „Svipir og saguir,“ sem kom út á Aknreyri 1948. Hér
verður auðvitað fljótara yfir sögu farið, en stiklað á Jiví stærsta.
Guðmundur er fæddur á Skeggsstöðum í Svartárdal 1749 og dáinn
í Stóradal 31. marz 1847 og varð Jdví nálægt tíræður. Foreldrar hans
voru hjónin Jón Jónsson og Björg Jónsdóttir, sem bjuggu á Skeggs-
stöðum á árunum um 1740 og fram um 1783. Áttu Skeggsstaðahjón
hóp af börnum og urðu mjög kynsæl. Kallast J^að Skeggsstaðaætt.
Björn á Brandsstöðum lýsir Jieim hjónum svo: „Jón var mikið guð-
rækinn maður, þolinn og þrautgóður, ráðvandur og reglumaður, en
ei atgervismaður að afli né hagleik. Björg var fyrir flestum konum
að skörungsskap, bústjórn, vinnu og þrifnaði, svo að í áliti var, að
trauðlega fyndist í nálægum sveitum hennar líki.“ í hópi þeirra
Skeggsstaðamanna gætir Jiessara eiginleika ættfeðranna í ríkum mæli-
Margt er Jiar um dugmikla bændur og ýmsir Joeirra ættmenna hafa
komizt til mannaforráða og gegnt ábyrgðarmiklum störfum í þjóð-