Húnavaka - 01.05.1978, Síða 70
68
H Ú N AVA K A
ara á Brandsstöðum Bjarnasonar. Hófu ungu hjónin búskap á
Eyvindarstöðum vorið 1808, en þeim varð ekki auðið langra
samvista, því að Jón lézt 29. ág. 1813 „úr höfuðpínn" einungis
31 árs. Var það mikill mannskaði, því að hann var mikið vel
gefinn, gáfaður og skáldmæltur. l.jóðabréf eru til eftir hann í
Landsbókasafni. Jón var orðinn hreppstjóri í Bólstaðarhlíðar-
hreppi þegar hann lézt og hafði unnið sér almennings hylli. Þó
að Jón byggi skannna stund hóf hann að byggja upp bæinn á
Eyvindarstöðum. „Um þann tíma var viðnr lítt fáanlegur og
bæjarbyggingar torveldar. Hann bauð því í Másstaðakirkju og
fór lnin í Eyvindarstaðabæ.“ (Björn á Brandsstöðum). Kirkjuna
á Másstöðum braut af í snjóflóði, og var hún ekki byggð upp
aftur, en sóknin lögð til Undirfells.
Seinni maður Ingiríðar var Olafur Tómasson frá Eiðsstöð-
um, albróðir Sigurbjargar konu Olafs Jónssonar á Eiðsstöðum
ogjreirra systkina, samanber þátt hans. Þau giftust 1815. Ólafur
Tómasson er fæddur um 1790 ogdáinn 14. ág. 1855. Ólafur bjó
á Eyvindarstöðum 1816 til dánardægurs. Hann var framkvæmd-
arsamur bóndi og mikill smiður, ágæt skytta, fólkssæll og vel
þokkaður. Felldi hann 10 refi einn veturinn. Gangnaforingi á
Eyvindarstaðaheiði var hann um lengri tíma.
Þá verður lauslega getið barna Ingiríðar.
a. Guðmundur Jónsson Bjarnasonar. Dáinn á Brún í Svartár-
dal 26. okt. 1885, 77 ára. Ólst upp hjá móður sinni á Ey-
vindarstöðum. Bóndi í Eyvindarstaðagerði (nú Austurhlíð)
1830—38, Hóli í Svartárdal 1838—53, Torfustöðum 1853—57
og loks á Brún 1857—77, og við Jrá jörð var hann jafnan
kenndur. Meðalmaður á hæð. Dökkhærður. Andlitið nokk-
uð klumbulegt og ekki frítt. Augun gáfuleg og svipurinn
hreinn. Allt las mannsins aðlaðandi. Gáfumaður og fjölfróð-
ur. Mælskumaður og sagði flestum mönnum betur frá. Hag-
mæltur vel. Gangnaforingi á Eyvindarstaðaheiði í 36 ár.
Meðhjálpari og forsöngvari í Bergsstaðakirkju. Vinsæll í hér-
aði og mjög sóttur til ráða um vandamál hreppsins, því að
hann var tillögugóður og ráðsnjall (J. III.).
Guðmundur keypti Brún 11. okt. 1856 af Jóni bónda á
Brtin Sigurðssyni, 20 hundraða jörð, á 1200 rd.
Kona Guðmundar á Brún var Ingveldur (f. 15. júlí 1792,