Húnavaka - 01.05.1978, Page 72
70
H Ú N AVA K A
4. Guðrún Guðmundsdóttir. Hún var tvíburi við Ingiríði á Ey-
vindarstöðum og fædd 1790 og dáin á Guðlaugsstöðum 12. jan.
1884. Þær tvíburasysturnar voru svo líkar í sjón, að meira segja
móðir þeirra var ekki viss um að þekkja þær í sundur, eftir að
þær fluttu að heiman. — Guðrún „ólst upp hjá foreldrum sín-
urn, til þess hún var 18 ára og var snemma fram yfir það vana-
lega fljót og lagvirk til allra kvenfólksverka, svo að öllum kunn-
ugum hefir borið saman um það, að fáar hefðu þurft að reyna
sig við hana og þó af þeim fljótustu hefði verið." (Björn á
Brandsstöðum).
Guðrún giltist 1808 Arnljóti Árnasyni á Gunnsteinsstöðum,
en foreldrar hans voru: Árni hreppstjóri þar og kona hans Elín
Arnljótsdóttir frá Litladal. — Þau Arnljótur og Guðrún bjuggu
á Frostastöðum í Skagalirði 1808—10, Refsstöðum á Laxárdal
1810—1() og loks á Gunnsteinsstöðum 1810—48, brugðu þá búi
og fluttu til dóttur sinnar og tengdasonar á Guðlaugsstöðum.
Arnljótur Árnason var mikill efnabóndi. Hann var hrepp-
stjóri í 23 ár, meðhjálpari í Holtastaðakirkju meðan hann bjó
á Gunnsteinsstöðum. Virtur vel, „enda lánaði hann og gaf
ómælt aðþrengdum mönnum í sveitinni.‘‘ Ráðhollur og tillögu-
góður.
Þau Gunnsteinsstaðahjón áttu eimmgis eina dóttur barna,
Elínu Arnljótsdóttur, sem varð húsfreyja á CTuðlaugsstöðum og
átti frænda sinn Guðmund Arnljótsson hreppstjóra á Guðlaugs-
stöðum, — sjá þátt Arnljóts Illugasonar í Húnavöku i fyrra.
Bændavísur Helgu eru í Landsbókasafni í handriti Margeirs (d.
1943) Jónssonar á Ögmundarstöðum: (Lbs. 2453, 4 to) „Ljóð og
lund,“ skrásett 1931—32, allt með eigin hendi Margeirs. í lok upp-
skriftarinnar segir: „Tekið eftir handriti Pálma Jónssonar frá I.öngu-
mýri, en það handrit er sennilega glatað.“