Húnavaka - 01.05.1978, Side 79
SKARPHF.ÐINN RAGNARSSON:
Miðnætursólin var nýgengin til viðar og litli dalurinn var hljóður
í kyrrðinni, og útlínur fjallanna hinum megin dalsins, sem sólin
hafði fyrir stundu varpað á háa og klettótta blágrýtisskriðuna á móti,
bliknaði smátt og smátt, unz þær hurfu algerlega með síðustu geisl-
um sólarinnar. Svalt húmið umlukti dalinn og víkina og umvafði
allt umhverfið í sinni friðsælu ró. Af og til rauf einstaka fugl kyrrð-
ina. Niður árinnar, sem rann í ótal bugðum og hlykkjum eftir daln-
um, unz hún sameinaðist hafinu, var jafn og óstöðvandi hljómur,
sem minnti á eilífðina, samhljómur, sem var undinn og samtvinn-
aður úr svo ótal mörgum smáhljómum, frá flúðum og hleinum, sem
tært bergvatnið hjalar við óaflátanlega og óstöðvandi. betta var ein
af röddum náttúrunnar.
Gömlu bæirnir í dalnum og víkinni voru farnir að týna tölunni.
Ýmist höfðu íbúar þeirra verið sóttir af hinum skuggalega og at-
hafnasama sláttumanni, sem alla sækir að lokum, eða þá að þeir voru
hættir hokrinu og fluttir burt í margmennið, „á mölina" eins og sagt
var. í húminu mátti sjá dökkgrænan túnblettinn umhverfis eina
bæinn, sem ennþá var í byggð, en gular sóleyjarnar voru farnar að
slá eign sinni á gömlu túnin, sem voru umhverfis eyðibæina, hverra
eigendur og fyrri ábúendur voru horfnir til forfeðranna eða í óper-
sónuleika margmennisins.
í Dal og Sandvík hafði fyrrum verið margt um manninn, og þar
hafði mönnum áður þótt vel búskaparlegt, þótt fáir vildu viður-
kenna það nú. Hér liafði sonur tekið við af föður og búnast vel eða
illa, allt eftir atvikum, en samt lifað af landsins gæðum, áratug eftir
áratug, og þannig höfðu aldir liðið. Nú voru tímarnir breyttir. Unga
fólkið hafði gefið skít í þetta búskaparhokur hér norður á lijara ver-