Húnavaka - 01.05.1978, Qupperneq 83
HÚN AVAKA
81
reipi af bátavindunni og sló utan um hann, síðan festi hann endan-
um í bátavinduna. Svo tók hann mjóa spýtu og setti í augað á vind-
unni og byrjaði að snúa henni, til þess að draga drumbinn ofar í
fjöruna. Eftir mikil átök og erfiði lá drumburinn við spilið, og gamli
maðurinn horfði stoltur á hann eins og hann væri að mæla út þann
borðafjölda, sem úr honum fengist. Það var enginn vafi á því, að
þetta var hin álitlegasta spýta, og margar slíkar hafði hann fengið
svo að segja að bæjardyrunum. Hún var gjöful hún Sandvík. — Allt
í einu var eins og hann áttaði sig. Hér stóð hann rennblautur og var
að berjast við níðþungan drumb um hánótt og á morgun ætlaði hann
að flytjast burtu. Gamla manninum var undarlega innanbrjósts.
Hann fann sem snöggvast hversu slíkir hlutir voru fánýtir og til-
gangslausir nú, og hann fékk kökk í hálsinn. Um stund stóð hann
ráðvilltur í sandinum, eins og hann hefði gleymt stund og stað, síðan
sneri hann sér hægt við og leit sem snöggvast á drumbinn og tautaði:
„Hann fær víst að fúna hér niður eins og allt annað.“ Hann gekk
heim á leið. Hann var þreyttur, já, dauðþreyttur, enda var hann
búinn að erfiða allan daginn við að bera reyturnar þeirra niður á
fjörukambinn.
Sólin var nú komin hátt yfir fjöllin og Dalsá var líkust silfurbandi,
þar sem hún liðaðist niður dalinn og sameinaðist hafinu. — Það var
ekki síður fagurt að morgni dags í Sandvík en á kvöldin-
Uti á Sandvík lá skip, svart lítið skip, strandferðaskipið, sem var
að bíða eftir síðustu íbúum Sandvíkur, sem voru að flytjast burtu.
Undanfarin ár hafði þessi sami svarti dallur komið í svipuðum
erindagerðum inn á Sandvík nokkrum sinnum á sumri, annars átti
skipið ekki neina áætlun inn á víkina, það var liðin tíð.
Gamall maður og gömul kona stóðu á hlaðinu fyrir framan aldna
bæinn sinn. Þau voru að loka hurðinni í síðasta sinn, og hún virtist
ekki falla rétt að stöfum, það var eins og hún vildi ekki lokast. En
loks tókst að koma henni aftur, og þau gengu hægt niður hlaðvarp-
ann hönd í hönd. Öðru hvoru litu þau við til gamla heimilisins, sem
þau voru nú að yfirgefa. Þau gengu niður túnið og brátt tóku mel-
grashólamir við. Hér áður höfðu alltaf einhverjir komið niður í
fjöruna til þess að kveðja þá, er svarti dallurinn flutti burt frá Sand-
vík, en nú voru gömlu hjónin ein. Allir voru farnir nema þau.
Bátur kom frá svarta skipinu og stefndi til lands. Allt í einu sagði
gamla konan lágt: „Þú varst að kveðja gömlu staðina í nótt, góði
6