Húnavaka - 01.05.1978, Side 85
H Ú N AVA K A
83
liðna atvik, sem hafði rænt þau svo miklu. Smátt og smátt hvarf
Sandvík í fjarskann, eftir því sem svart skipið þokaðist utar með
björgunum. Ský byrjuðu að færast upp á suðurhimininn. Gömlu
hjónin sátu óhagganleg í skutnum, og horfðu á hvernig fjöllin fjar-
lægðust, gamla konan föl og tekin, í augum gamla mannsins blikuðu
tár. Það leit út fyrir regri í Sandvík í kvöld.
Anno 1618: Þann 10. júní voru skruggur mjög miklar fyrir norðan land í land-
suðurátt; í því kom reiðarslag og dó einn maður á Brjámsnesi við Mývatn, datt
til jarðar strax örendur, örkumlalaus. Stúlka ein var hjá honum á enginu, datt
og einnig til jarðar, dó ekki. Þá féllu og aðrir þrír menn af hestum þar í nálægð,
sakaði engan. Gengu jarðskjálftar alltíðum, nálega nótt og dag, um haustið frarn
að jólum; hröpuðu í einum þeirra 4 bæir norður í Þingeyjarþingi; Þar sprakk
og jörð í sundur svo varla varð yfir komist á einum stað, undir Brekkum á Tjör-
nesi. Hvarf ein stúlka frá Eiðsstöðum í Blöndudal 30 ára að aldri; hún fannst
ári síðar dauð fram á fjalli þar. Sást ein cometa fyrir norðan land um veturinn
fyrir jólaföstuinngang, nær í mánuð; hún hafði ei svo eðlilegan gang sem aðrar
stjörnur. Undan henni gekk fyrst, þá hún sást, svo sem einn langur stafur, en þá
síðar, móti því hún hvarf, kvíslaðist sú rák og var að sjá sem vöndur. Sást ormur-
inn í Lagarfljóti.
Skarðsárannáll.
Anno 1622; Vetur góður frá jólum. Vor hart. Kom ís. Selatekja mikil á ísi.
Sénar 5 sólir á himni þann 27. mars. Drukknaði einn maður í Laxá á Skaga-
strönd, annar í Giljá í Vatnsdal. Kom konungsbréf um staðfestu lögmannsdæmis
Halldórs Ólafssonar, annað um sýsluveiting Jóns Sigurðssonar, sem lögmaður
hafði verið og þá veitt Húnavatnssýslu, en hún var tekin af Guðmundi Hákonar-
syni, er hana hafði næsta ár fyrir, en Halldór lögmaður fékk Hegranessýslu, sem
Jón Sigurðsson áður hafði. Guðmundur Hákonarson fékk Þingeyraklaustur af
höfuðsmanni. Hann kvongaðist haustið fyrir, fékk Halldóru dóttur Ara Magnús-
sonar; hafði hún uppalist að Hólum og var þeirra brullaup virðulegt hóf.
Fáheyrt mál, slæmt, ómannlegt, til alþingis dæmt úr Árnessýslu; maður einn
barði kvensnipt með tré á hennar leyndarstað; honum dæmd refsing til 13 marka,
en við konuna samið, skyldi fá fjögur hundruð, hvað varla mátti minna vera
fyrir slíkt níðingsstykki.
Skarðsárannáll.