Húnavaka - 01.05.1978, Page 88
86
H Ú N AVA K A
Vaknar borgin glóðuð geislaskrúða
glaðir rísa menn frá værum blund.
Enn á land vort ítra drengi og prúða
ennþá sjást hin glæsilegu sprund.
Unga sveit! þitt starf er fram að stefna
stríddu djarft og berðu merkið hátt.
Strengdu heit sem heilagt sé að efna
horfðu stöðugt móti sólarátt.
Anno 1605: Vetur harður. Hlutir í útverum. Norðan enginn fiskur. ís kom
mikill; hann kom fyrir austan land, rak allt um kring að austan og sunnan ofan
fyrir Grindavík unt vorvertíðarlok. Hengdir tveir þjófar við Blöndu á Svart-
hamri. — Sén hvítur lirafn lengi sumars í Skagafirði, í Hofsós og Oslandshlíð.
Vildi herra Guðbrandur ná honum í neti og varð ekki; heldur hann komið á ísi
frá Grænlandi eður norðurörxfum.
Skarðsárannáll.
Anno 1609: Skriður féllu víða. Féll snjóflóð á bæinn að Leifsstöðum í Svartár-
dal, þann 10 febrúar, tók hálfan og fjósið, þó ekki allt; létust fimm menn. Bú-
andinn með sinni konu lá í baðstofu; það hús stóð kyrrt. í skála önduðust fjórir
menn; hjón þau ekki höfðu fulla viku saman verið, barn og piltur, og vinnu-
kona í fjósi, ekki upp staðin um morguninn.
Þrír menn urðu undir snjóflóði að Urðum í Svarfaðardal, tveir í Langadal.
í Hollandi fæddist af einni erlegri kvinnu óskaplegur burður, það var hundslíki:
önnur kvinna fæddi barn með tveimur höfðum, sitt á hvorri öxl; þriðja fæddi
barn með einu skaplegu höfði framan, en önnur ásjána á bak til.
Skarðsárannáll.
Anno 1692: Hýddur, sem bera kunni, Bárður Bjarnason af Reykjanesi vestra,
fyrir galdraáburð Einars prests Torfasonar, meðkenndist ekki.
Flengdur næst lífi Gissur Brandsson úr Patreksfirði fyrir svofelld orð: „Djöfull-
inn hjálpa þú mér, og ef þú ert til í helvíti, þá hjálpa þú mér“; honum dæmd
þar umfram önnur refsing jafnmikil í héraði, og að slá sig þrisvar stór högg á
munninn.
Vallaannáll.