Húnavaka - 01.05.1978, Page 89
BJÖRN MAGNÚSSON:
Fjármissir
Milli Blöndudals og Svínadals í Austur-Húnavatnssýslu er Sléttár-
dalur, liggur hann allmiklu hærra en hinir dalirnir. Mjög er hann
grösugur og landkostir góðir en slægjulönd rýr, þýfðar, votlendar
mýrar- Snjóþungt er þar oft á vetrum en jörð ósvikin er til hennar
nær. Nyrst í dalnum að austan er stórbýlið Stóridalur en gegnt því
að vestan er Litlidalur, sem var löngum kirkjujörð frá Auðkúlu.
Fremst í dalnum að austan er Stóradalssel. Eftir síðustu aldamót,
þegar fráfærur lögðust niður, gerði Jón Jónsson bóndi og síðar
aljDÍngismaður selið að lögbýli og gaf því nafnið Sléttárdalur. Hefir
jörðin nú verið í eyði um nokkur ár. Fyrsti bóndi þar var Sveinn
Geirsson er bjó þar með konu sinni, voru þau barnlaus og höfðu
ekki fólk.
Vorið 1923 flutti ég þangað frá Stóradal með konu og 5 börn og
jrað sjötta fæddist þar. Ekki var þessi jörð mér hentug, en jarðir lágu
þá ekki í eyði og var ekki góðra kosta völ, túnið lítið, þýft og lélegt.
Bæjarhús lítil. Baðstofan um 6 álna löng alþiljuð og fjögra rúðu
gluggi á suðurgafli svo að hún var sólrík og vistleg. Eftirgjald var 6
gemlingar. Bjó ég þarna til 1927. Gerði ég allmiklar jarðabætur og
vann af mér eftirgjaldið. Bústofninn var þessi árin um 60—70 fjár,
2 kýr og 10—20 hross. Gengu Jrau alla vetuma úti í sæmilegum hold-
um, nema dráttarhestur sem ég hafði á járnum. Ekki leið mér illa
Jressi ár, komst af með hey og hafði góðan arð af skepnum mínum.
Af því ég var jafnan heykrappur sótti ég mjög fast beitina og hún
reyndist mér betri en heyin. En hált varð mér á því eins og nú skal
greina.
Atburður sá sem nú verður greint frá gerðist síðari hluta vetrar
1924. Morgun einn var suðvestan rosi og mikið skýjafar á lofti en