Húnavaka - 01.05.1978, Page 90
88
H Ú N AVA K A
frostlítið. Skömmu eftir morgungjöf lét ég féð út og rak það út á
breiðarnar að austanverðu í dalnurn, var þar allgóð jörð, en að
vestanverðu var öll jörð undir snjó eftir langvinnar suðvestanhríðar.
Þegar ég hafði rekið féð í haga hljóp ég vestur yfir hálsinn að Hrafna-
björgum í Svínadal, erindi mitt var að útvega mér mann meðan ég
færi kaupstaðarferð-
Ég beið alllengi bóndans, sem ekki var viðlátinn. Ekki gat hann
bætt úr vandkvæðum mínum. Hljóp ég þaðan út að Rútsstöðum,
langa bæjarleið, og ætlaði að fá þar lánaðan mann. Bóndi var ekki
heima. Beið ég hans nokkra stund og er hann kom ekki, greip mig
uggur um að ég hefði verið of lengi að heiman og hélt heimleiðis.
Færi var ágætt, markaði ekki spor. Hálsinn allur undir fönn svo
hvergi sást í dökkan díl nema klettabrúnir, sem liggja út og suður
eftir hálsinum Jiar sem hann er hæstur. Þegar ég kom upp á flóanu
austan Rútsstaða dreif yfir feikn fannskýja úr norðvestri með þoku.
BJÖRN MAGNÚSSON fæddist á
Ægissíðu á Vatnsnesi í V.-Hún. 23.
september 1887. Hann var sonur hjón-
anna Sigurlaugar Guðmundsdóttur og
Magnúsar Iíristinssonar. Ujörn ólst
upp í foreldrahúsum til 12 ára aldurs.
Þá fór hann í vinnumennsku og frá
þeim aldri spilaði hann upp á eigin
spýtur. — Arið 1907 lauk hann gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á
Akureyri. Hann var barnakennari
næstu 9 árin. Árið 1915 kvæntist hann
Þorbjörgu Kristjánsdóttur frá Revkj-
um við Reykjabraut og varð þeim sex
harna auðið. Árið 1916 gerðist Björn
bóndi en 1930 flutti hann til Reykja-
víkur. í Reykjavík stundaði Björn
verkamannavinnu, en Þorbjörg kona
lians saumaskap og kenndi handavinnu. Björn stundaði nokkuð ritstörf á
efri árum. Hann þýddi tvær skáldsögur eftir Haggard, hélt nokkur út-
varpserindi og skrifaði greinar ,,Úr lífi alþýðunnar," sem birtust í Þjóð-
viljanum. Sú frásögn sem fer hér á eftir hefur ekki birst áður á prenti.
Björn andaðist 6. desember 1955.