Húnavaka - 01.05.1978, Page 91
H Ú N AVA K A
89
En brátt hvessti og frysti og veðrið harðnaði og brátt var komin
öskrandi stórhríð. Ég átti undan vindi að sækja, hélt ótrauður áfram
og hljóp við fót. Var ætlun mín að finna féð og koma því til húsa.
Syo var hríðin dimm að ég sá ekkert frá mér og undir fótum mér v;r
hvítur gaddurinn. Ég hélt nú áfram um stund og uggði ekki að mér
en brátt komst ég að raun um að ég hafði leitað of mikið undan
veðrinu þ/í ég nam staðar á gilbarmi Sléttár, beint á móti bænum.
Er mér gr jnur á að heilladísir hafi stýrt fótum mínum þangað, því
eflaust he 5i ég orðið úti í því gerningaveðri, lítt búinn að klæðum,
með freðna leðurskó á fótum.
Ég hljóp heim að fjárhúsunum ef ske kynni að féð hefði hrakið
heim að húsunum en svo var ekki. Ég hljóp út fyrir túnið í þeirri
von að það lægi við girðinguna og leitaði með henni en árangurs-
laust. Sá ég þann kost vænstan, úr því sem komið var, að halda til
húsa. Hríðin var sótsvört og mikil veðurhæð. Allt var í óvissu um
hvert leita skyldi að fénu, eins líklegt að það hefði hrakið fram hjá
húsinu að austan.
Konan og börnin urðu mér alls hugar fegin og þóttust mig úr
Helju heimtan. Ég klæddist úr skjólfötunum og tók af mér freðna
leðurskóna. Neytti ég miðdegisverðar af lítilli lyst því þungar áhyggj-
ur hafði ég af fénu- En þegar ég var nýbyrjaður að borða birti á
glugga ogsá til sólar í suðvestri. Ég hljóp frá matnum og út á hlaðið,
hafði þá létt af hríðinni og sá norður á miðjan dalinn. Og í breið-
inni, skammt frá þeim stað er ég skildi við féð um morguninn, var
það rekið saman í þéttan hnapp. Mér þótti nú vænkast ráð mitt. Var
ég fljótur að snarast í fötin. Leðurskórnir höfðu þiðnað og varð ég
að setja þá upp því aðra skó hafði ég ekki. Ég hljóp nú af stað og
hugðist bjarga fénu. En ekki hafði ég langt farið frá túngarði, þegar
aftur var skollin á blindhríð með ofsa og frosthörku. Hafði þetta
stutta hríðarupprof aðeins staðið yfir meðan áttin breyttist. Nú var
hríðin á hánorðan, hafði hlaupið til úr norðvestanátt. Ég sótti í veðr-
ið og varð æði oft fótaskortur á svellbunkum sem lágu ofan úr háls-
inum niður í á.
Leðurskórnir frusu og urðu flughálir. Ég Ieitaði nokkra stund um
breiðarnar en fann ekki féð. Byrjað var að rökkva, áleit ég þýðingar-
laust að leita lengur. Ég var óvanur vondum hríðum og ekki öruggur
að rata þar sem kennileiti voru engin. Sneri ég mér við undan hríð-
inni dapur í bragði eins og sá er ekki hefur náð markinu og beðið