Húnavaka - 01.05.1978, Side 92
90
HÚN AVAKA
ósigur. En brátt var ég kominn á það svæði, þar sem ekki kenndi
jarðar og var á fótinn. Uppgötvaði ég að ég var kominn vestur yfir
ána. Sneri ég nú við og náði til árinnar og þræddi austurbakkann
þar sem snjóinn hafði rifið af og náði heim áður en fulldimmt var
orðið.
Ekki varð mér svefnsamt um nóttina. Það brakaði og brast í bað-
stofunni undan heljarátökum hríðarinnar og veðurhvinurinn var
ægilegur. Þegar birti af degi leit ég út, var þá heiðríkt háloftið en
hvass á norðan með skafhríð og allmiklu frosti- Féð ltafði lialdið
heim um nóttina og var tvist og bast um túnið, við girðinguna og
undir húsunum. Illa var það leikið, fannbarið og brynjað og það,
sem hafði mikinn brúsk á enni, var blindað af klaka sem liafði lagst
fyrir augun. Sumt lá á hryggnum og liafði orðið fótaskortur á svell-
um og gat enga björg sér veitt. Ég hýsti það, sem heima var, og fór
að leita þess sem vantaði. Var ég ekki hræddur um að það hefði fennt
því allar lautir voru fullar af skammdegisgaddi. Bjóst ég við að finna
það frammi við girðingu sem lá milli Auðkúluheiðar og heimahag-
anna. En mér brá í brún þegar ég kom að girðingunni og sá að liana
hafði fennt í kaf á einum stað á alllöngu svæði. Gekk ég austur með
girðingunni og fann nokkrar kindur er lágu við girðinguna. Stökkti
ég þeim heim á leið. En er ég var að reka þær af stað kom ein ærin
á hraðri ferð frarnan af heiðinni, var auðséð að hún hafði orðið fyrir
styggð af tófu, svo æstist hún er hún sá hundinn minn. Mig vantaði
9 ær. Var augljóst að þær voru allar komnar á heiðina hver sem
afdrif þeirra yrðn.
Ekki bar á sjúkleika á fénu eftir þessar hrakfarir. íslenska sauð-
kindin er hraust og harðger og ullin á henni góð skjólflík.
Nokkur von var að kindurnar hefði hrakið að Blöndugili og væri
þeirn þá vel borgið, hagar góðir og skjól.
Næstu daga leituðu nágrannar rnínir fram á Blöndugil og um
norðurhluta Auðkúluheiðar en urðu engra kinda varir. Að tilhlutan
Guðmundar bróður míns á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal leitaði Lárus
Björnsson, bóndi í Grímstungu, fram á Friðmundarhöfða. Þaðan er
gott útsýni um norðurheiðina svo sjá má víða yfir í góðum kíki. Varð
hann einskis var. Jarðlaust var á norðurheiðinni, snjórinn harður og
jafndrifinn. Þegar út á veturinn leið lögðust að norðaustan hríðar,
ýmist með snjókomu eða skafrenningi. Svo leið veturinn og sumarið-
Taldi ég engar líkur til að ég sæi til kindanna framar.