Húnavaka - 01.05.1978, Page 93
H Ú N AVA K A
91
Á réttardagsmorguninn fór ég út að Auðkúlurétt. Safnið var
geyrnt í girðingu sunnan við réttina. Ég reið meðfram því og kom
þá auga á afturhyrnda á sem lá hjá blóðmörkuðu hrútlambi, þekkti
ég að hér var komin ein þeirra sem ég tapaði á heiðina veturinn áður.
Hló mér hugur í brjósti við svo óvænta endurfundi. Gerði ég mér
vonir um að fleiri hefðu bjargast ef þær hefðu lent á svipuðu hag-
lendi.
Gangnaforingi og réttarstjóri var Páll Hannesson bóndi á Guð-
laugsstöðum. Sagði hann mér að þegar sundurdrætti var lokið í
Seyðisárrétt hefði ær, sem gengið hafði úr reifi, stokkið inn í dilk-
inn, þar sem ómerkingarnir voru geymdir, og tekið stóran lambhrút.
Sagði Páll að sér hefði þá komið í hug að jrarna myndi vera komin
ein af ánum hans Björns á Sléttárdal sem tapast hefðu veturinn áður.
Sagði hann að þau liefðu aldrei skilið á leið til byggða. Væri auðsætt
að ærin mundi hafa verið lengi á heiðinni ein með lambinu áður en
fé kom á heiðina á þær stöðvar sem hún hefur dvalið á.
Ærin var allvæn um haustið og dilkurinn ágætlega vænn, er sýnt
að hún liefur gengið sæmilega undan vetri og lifað á kjarngresi um
sumarið. Hún var orðin 8 vetra gömul og svo ern að ég setti lrana
enn á vetur og hafði hún góð þrif.
Engurn getum verður að Jrví leitt hver liafa orðið örlög hinna 8
sem ekki heimtust um haustið. Unr þrennt getur verið að ræða: að
þær hafi fennt á heiðinni, að þær liafi tvístrast og hrakist um öræfin
og fallið úr hungri og hor, að Jrær hafi orðið tófunni að bráð.
Ekki tel ég nrig saklausan af hrakningum og dauða þessara kinda.
Fyrirrennari minn í Sléttárdal hafði varað mig við að yfirgefa fé
mitt í ljótu útliti Jrví að hríðar skyllu á án fyrirvara og yrðu harðar.
Engir fjárskaðar urðu Jrennan dag í grennd við mig, víða var hag-
lítið og loftvogin spáði ekki góðu, hafði fallið mjög. Ég átti enga og
liafði ekkert við að styðjast. Enn liðu 7—8 ár Jrangað til útvarpið tók
að senda út veðurspár, senr eru ómetanleg leiðbeining sjómönnum,
fjármönnum og öllum, sem eiga líf sitt og öryggi undir veðri — þótt
ekki séu þær óskeikular.