Húnavaka - 01.05.1978, Page 96
94
HÚN AVAK A
Nú, svo fórstu að gera hnakka?
(á, það er orðið nokkuð langt síðan ég fór fyrst að búa þá til. Eg
vil taka það fram að ég lærði aldrei neitt til þess, hef ekki einu sinni
séð söðlasmið taka nálspor og er þó búinn að starfa að þessu í um
60 ár.
Hafðirðu sarnt ekki einhverjar fyrirmyndir af hnökkum?
Þegar ég fór að búa til hnakka þá fékk ég virkin frá Leðurverzlun
Jóns Brynjólfssonar í Reykjavík.
Og léstu ekki styrkja virkin eitthvað?
Jú, ég lét gera það og nrá segja að Þorvaldur Jónsson á Núpi hafi
gert það einna bezt fyrir mig. En enn í dag er sama lag á þessum
hnökkum, frá því fyrsta.
Þú sníður þetta allt saman sjdlfur?
Ja, við gerum þetta saman ég og Björg Benediktsdóttir kona mín,
hún er svo lagin við það.
Þú hefur líka gert hnakktöskur.
Já, hnakktöskur, skjalatöskur og margt fleira.
Hnakkana hefur þú selt í aðrar sýslur. Er það ekki?
Ég hef selt marga hnakka til Reykjavíkur, Akureyrar og um allar
trissur má segja. Fólk kaupir þá til að gefa við mörg tækifæri.
Ert þú eini söðlasmiðurinn hér í Húnavatnssýslu?
Já, ég tel það, þó eru einhverjir sem gera eitthvað af ólataui og
slíku.
Nú, þú hefur unnið við margt annað en söðlasmíði um œvina?
Já, til að byrja nreð var ég vinnumaður, ég fór t. d- fram á Ása og
var eitt ár á Orrastöðum og annað ár í Hamrakoti. Þar var ég hjá
Eysteini Björnssyni, þegar hann byrjaði að búa þar. Á Orrastöðum
var ég árið 1915—1916. Það sumar var eitthvert mesta grasleysissumar
og harður vetur, t. d. voru öll hross komin inn á þrettándanum og
voru ekki látin út. Þetta hélt svona áfram allrn veturinn — alveg vita
haglaust. Ég fór frá Orrastöðum 16. maí yfir í Holtastaðakot og fór