Húnavaka - 01.05.1978, Page 97
H Ú N AVA K A
95
þá með dautt og lifandi yfir Blöndu á ís á sleða alveg heim í lilað í
Holtastaðakoti. Hrossin á Orrastöðum voru 12 í liúsi, öll bundin,
eins og kýr á bás. Ég varð að srníða kassa, sem ég lét svo matinn í og
setti svo kassa fyrir framan hvert hross fyrir sig. Hrossin voru búin
að éta sig langt niður í moldina á milli steinanna í garðanum. Ég
fóðraði þau líka á því litla moði sent kom frá fénu. Það var óhemju
mikið, sem þurfti að gefa af fóðurbæti þá. Það fóru á annað hundrað
pund á dag af mat.
Hvern 'ig var svo vorkoman?
Það fór að batna svona upp úr Krossmessunni, en þegar ég fór frá
Orrastöðum þá sá ekki á dökkan díl, en það var stillt og hlýtt veður
á daginn eftir að ég kom austur fyrir Blöndu. Árin 1916, 1918 og
1920 voru allt saman mjög harðir vetur.
Þú bjóst d Laxárdalnum d Refsstöðum sem pá var i miðri sveit og
pótti ákaflega góð heyskaparjörð.
Rétt er það, en nú er þetta allt í eyði.
Hver heldurðu að orsökin sé fyrir pvi?
Það hefur sjálfsagt hjálpast margt að, snjóþyngsli, vegleysi og
fleira. Nú er svo langt gengið að Langidalurinn er að fara í eyði,
útdalurinn, og það hefði manni síst dottið í hug.
Voru ekki margar góðar heyskaparjarðir parna á Laxárdal?
Það var það, t. d. Kirkjuskarð sem var afbragðsjörð og víðar voru
útheysslægjur nógar.
Hvernigvar félagslifið á Laxárdalnum i pá daga?
Það var ágætt, þar var ungmennafélag og við komum oft saman og
glímdum, Halldór Snæhólm, Ingimundur Bjarnason á Kirkjuskarði
og Guðmundur Friðriksson á Úlfagili. Við Ingimundur Bjarnason á
Kirkjuskarði vorum fermingarbræður. Hann varð síðar bráðlaginn
smiður. Við komum saman á bæjunum til skiptis, en á Úlfagili
byggðum við sundpoll. Þar voru hentugar aðstæður og þar komum
við saman ogæfðum sund. Hjálmar Þorsteinsson var þá á Mánaskál,
hann var söngmaður og glímumaður.
L