Húnavaka - 01.05.1978, Page 98
96
H Ú N AVA K A
Hvert áttir þú kirkjusókn þegar þú varst á Refsstöðum?
Að Holtastöðum, þá var farið yfir Strjúgsskarðið, gangandi á vet-
urna. Það var rúmur klukkutíma gangur, en maður setti það ekkert
fyrir sig í þá daga. Þá var prestur þar séra Lúðvík Knudsen, en séra
}ón Pálsson sem var á Höskuldsstöðum fermdi mig.
Þar sem þú varst söngelskur, Halldór, söngstu ekki í kirkju við
orgelið?
Jú, ég gerði það, við vorum í prímúlu við Jónatan Líndal á Holta-
stöðum. Svo fengu kirkjugestir kaffi eftir messu á Holtastöðum.
Þú hefur sótt oft kirkju þegar þú bjóst i Holtastaðakoti.
Nú alltaf þegar messað var.
Þú varst i sóknarnefnd og tókst á móti séra Gunnari Árnasyni
þegar hann gjörðist þrestur þar.
Rétt er það.
Þegar þú litur yfir liðna œvi, finnst þér þú ekki hafa verið láns-
maður að mörgu leyti?
Jú reglulega, ég hef kynnst ágætisfólki og eignast marga góða
kunningja. Ég hef verið svona sæmilega heilsuhraustur og þó að ég
hafi orðið að liggja þungar legur hef ég ekki þurft að liggja á sjúkra-
húsi neitt sem heitið getur.
Svo þú ert skaparanum þakklátur fyrir þina œvidaga?
Já, ég er það.
Svona að lokum, er eitthvert sérstakt atvik sem þú mmnist sérstak-
lega á þinni cevi?
Já, mér er einna minnisstæðast þegar Jósafat Líndal litli tapaðist,
en ég var þá í Holtastaðakoti. Ég var að smala fénu heim um haustið,
en það fór fram skólaskoðun á Holtastöðum þennan dag og svo sé ég
það þegar ég kem með féð heim að fólkið er á þeytingi út með
Blöndu og um allt. Svo er komið til mín og ég spurður hvort ég hafi
séð Jósafat, en ekki hafði ég séð hann. Ég hraða mér við að láta féð
inn svo að ég gæti hjálpað til við leitina, en mér dettur j:>að í hug
þegar ég er að enda við að láta inn, að fyrsta húsið sem ég lét féð inn í