Húnavaka - 01.05.1978, Page 102
JÓNBJÖRN GÍSLASON:
Ferð yfir Blöndu árih 1900
Jafngömul mannkyninu mun sú skoðun að ungt og gamalt eigi
ekki samleið hvað lífsviðhorf snertir. Það er ekki svo undarlegt
vegna þess að viðhorf æsku og elli geta í raun og veru aldrei fyllilega
sameinast. Ellin er íhaldssöm, varkár og raunsæ hvað viðvíkur hin-
um daglegu viðfangsefnum, þar sem æskan aftur á móti skeytir lítt
um áminningar né aðvaranir heldur lætur gamminn geysa og stund-
um án fyrirhyggju.
Þegar menn gjörast gamlir verður þessi sannleikur auðskildari en
þegar þeir hinir sömu gömlu menn voru ungir og til allra hluta fær-
ir að þeirra eigin skoðun. Til dæmis þar um kemur í huga minn lítið
atvik, sem kom fyrir árið 1900. Ég var þá tuttugu ára.
Ég var J^að ár vinnumaður á Auðkúlu hjá séra Stefáni M. Jónssyni.
Mín daglegu störf voru skepnuhirðing og sendiferðir, bæði í kaup-
stað og innansveitar. Varð ég þá oft að bera allþunga bagga eða draga
á sleða í misjöfnu færi úr kaupstað, sérstaklega í skammdeginu.
Einn dag á jólaföstu biður presturinn mig að skreppa upp að Auð-
ólfsstöðum í Langadal með bréf í veg fyrir norðanpóstinn, sem þá
var á suðurleið og talið var að gista mundi næstu nótt á Auðólfs-
stöðum.
Ekki var okkur kunnugt urn hvort Blanda væri lögð og töldum við
það vafasamt, en í því tilfelli að liún væri enn ófrosin, lagði prestur
svo fyrir, að ég skyldi koma að Kárastöðum — sem er í leiðinni — og
biðja bóndann þar, Þorlák að nafni, að lána mér hest yfir Blöndu.
En ef áin væri ófær af einhverjum ástæðum, bað hann mig að fara
þá frá Kárastöðum út Ása til Blönduóss næstu nótt, vegna þess að
bréfið væri sérstaklega áríðandi. Ég yrði því að vera kominn þangað
á undan póstinum að norðan. Hann sagði ennfremur, að ég mætti
ekki tefla á tvær hættur við Blöndu, ef hún væri nokkuð tvísýn.