Húnavaka - 01.05.1978, Síða 104
102
HÚN AVAKA
Frá Kárastöðum er töluverður spölur suður og ofan að ánni, þar
sem hin svonefndu Kárastaðavöð eru. Ofan og neðan þeirra er áin
talin ófær á sumrum vegna sandbleytu, en botn vaðanna sjálfra
'traustur.
Þrátt fyrir það, að bakkar árinnar væru huldir ís og snjó gat ég vel
áttað mig á hvar vöðin voru. Hér féll áin fram í stríðum strengjum
með töluverðu millibili. Sæmilega sléttur ís lá á milli þeirra og að
þeim frá austri og vestri.
Þegar ég kom að fyrstu kvíslinni virtist mér hún fremur ófrýn og
óárennileg. Lítið sást í vatn, en þarna byltist fram elfa af hálfstorkn-
uðu krapi blandað ísjökum.
Við ísbakkann voru um eitt eða tvö fet ofan að vatni, en mér virt-
ist áin vera ofurlítið hærri í miðju, liafi það verið rétt, mun jrað Iiafa
orsakast af þrýstingi frá báðum vakabökkum, en þetta gat auðveld-
lega verið missýning vegna þess að rökkvað var.
Mér virtist sem hér yrði að nema staðar og verða erindi ekki feg-
inn, en þá kom í huga minn hin ákveðna för til Blönduóss um nótt-
ina og sýndist mér hvorugur kosturinn góður.
Að síðustu ákvað ég að snúa frá en datt þó í hug að gaman væri að
mæla dýpið við skörina, og stakk því stafnum niður og mældist mér
að vatnið mundi taka mér í mitti. Ég þóttist vera alveg viss um að
geta staðið straumþungann á ekki meira dýpi ef ísstykki leyndust
ekki undir yfirborðinu. En af því að kvíslin var býsna ströng þótti
mér varlegra að brjóta vík inn í skörina með stafnum, svo straumur-
inn næði mér ekki samstundis og ég kæmi niður. Skörin var þunn
og því auðunnin, svo að ég gat auðveldlega brotið um tveggja feta
skarð inn í vakarbrúnina. Ég saup dálítið hveljur um leið og ég
snerti vatnið og náði botni um leið.
Satt að segja var ég dálítið ragur við að leggja út í strauminn til að
byrja með, en þá flaug enn í hug minn för til Blönduóss, það tók af
öll tvímæli og ég lagði hiklaust í strauminn.
Allþungur fannst mér Iiann en verst var krapið sem myndaði
samanþjappaða röst, og virtist mér jrað auka mjög á straumjrungann,
en ef til vill hefir jrað verið ímyndun ein.
Botninn var sæmilega jafn en nokkur grunnstingidl og varð ég að
hika við hvert spor meðan straumurinn gróf undan fætinum, svo að
hann gæti náð festu viðbotniun. Þetta gekk að vísu hægt og sígandi
en loksins hafnaði ég við austurbakkann og jrar varð ég að hafa sömu