Húnavaka - 01.05.1978, Síða 105
H Ú N AVA K A
103
aðferð og áður að höggva skarð í vakarbrúnina til þess að komast
upp á ísinn. Eftir lanslegri ágiskun mun kvíslin hafa verið 6—7
faðmar á breidd.
Að næstu kvísl, sem var aðaláin, var allbreið ísspilda. Ég sá glögg-
lega þó skuggsýnt væri, að hér var miklu stórgerðara krapahröngl en
í fyrstu kvíslinni, og þessi var einnig mikið breiðari. Hér gjörði ég
einnig ráð fyrir meira dýpi.
Ég hjó sem fyrr skoru í bakkann, gaf mér engan tíma til heila-
brota en renndi mér niður og lagði frá skörinni. Dýpi var mjög líkt
og í fyrstu kvíslinni en óx óðfluga, ég hélt þetta væri aðeins stundar-
fyrirbæri og brátt mundi grynna, en svo var ekki, vatnið var komið
að bringspölum, enn hallaði undan og ekki enn hálfnað yfir. Ég
ásetti mér að halda áfram einn eða tvo faðma, en snúa svo við til
sama lands ef ekki grynnti. Ég fikraði mig áfram hægt og gætilega
dálítinn spöl og ennþá dýpkaði. Þá flaut krapastraumurinn um efstu
töluna í jakkanum mínum og það var í geirvörtu.
Ég fann að ég mundi ekki standast meiri straumþunga og ásetti
mér að snúa við til sama lands. En er til þess kom að snúa við, var
það ómögulegt vegna þess að ég hafði ekki afl við þunga straumsins,
þegar hann skall á brjóst eða bak. Ef ég því ætlaði að ná nokkru
landi, varð það að vera austurskörin og mér datt ekki eitt augnablik
í hug að það mistækist.
Ég stóðþarna stundarkorn og litaðist um, nú var vel hálfrökkvað,
kafþykkur himinn með hríðaréljum. Þegar ég horfði upp eftir ánni
sýndist mér krapahrönglið taka á sig ýmiskonar kynjamyndir þegar
það kom utan úr dimmunni að ofan og æddi fram hjá rétt við and-
litið á mér og hvarf í sortann fyrir neðan. Allskonar skrípi mynduð-
ust í krapabreiðunni og öll gáfu þau mér langt nef með djöfullegu
glotti.
Eftir hina misheppnuðu tilraun að snúa til baka, ákvað ég að
freista að ná austurbakkanum. Á fáeinum fetum var dýpið óbreytt,
en smásaman fór að grynnast ofurlítið, fet fyrir fet alla leið upp að
austurskörinni, en hún var svo flughál að ég komst ekki upp nema
höggva nokkur spor í ísinn fyrir handfestu til að vega mig upp. En
hvað fólst undir þessu hrjúfa og dimma yfirborði, eitthvað var það
sem straukst við fótleggi öðru hvoru og stakk mig ónotalega með
hvassri trjónu, vafalaust hafa það verið hornhvassir ísmolar, sem
duldust ósýnilegir í dimmu djúpinu, í það minnsta var ég ekki svo