Húnavaka - 01.05.1978, Side 106
104
HÚN AVAKA
hugmyndaríkur að flétta inn í þetta neitt uggvænt eða lífshættu-
legt.
Þessa kvísl, aðalána, áleit ég vera að minnsta kosti 10 faðma.
Nú var hin þriðja og síðasta eftir, hún var lík að vatnsmagni og sú
fyrsta. Það tók mig skamma stund að vaða hana og var ég þá kominn
nálægt takmarkinu, sem var Auðólfsstaðir.
Ég litaðist um í dimmunni og kom auga á mann sem rölti við fé
upp á grundunum. Ég sneri þangað og fann þar Þórð bónda, gamlan
kunningja minn, með fé sitt við fjárhúsin. Ég færði honum bréfið
og meðfylgjandi skilaboð. Hann sagði póstinn ókominn, en væri
væntanlegur síðar í kvöld. „En hvaðan kemur þú?“ spurði hann. Ég
sagðist koma að heiman. „Hvar fórstu yfir ána?“ Ég sagði sem var.
Þá segir hann, að ég komi tafarlaust heim með sér og verði í nótt.
Ég sagðist faia heim í kvöld og mætti því ekki tefja. Hann bauðst til
að fylgja mér ofan að ánni, en ég afþakkaði það og kvaddi.
Ég fann auðveldlega sömu leið til baka yfir ána og tók það mig
skamman tírna, því nú var ég öllu kunnugur.
Nú var frostið að herða töluvert, hríðin að aukast og frusu föt mín
skjótt, og varð mér þungt um gang, en það hafði þann kost að mér
var vel heitt, þiátt fyrir frostið.
Frá Blöndu hélt ég til Kárastaða með þeirri ætlun að skila stafnum
sem ég átti það að þakka að förin varð eftir allt slysalaus.
Þegar ég kom til Kárastaða, sá ég hvergi Ijós í glugga og gjörði því
ráð fyrir að fólk væri gengið til náða og stakk því stafnum í snjóskafl
við bæjardyrnar og gekk minn veg.
Mér varð gangan þung upp hálsinn vegna þess að fötin stokkfrusu
og liðamót mín komu að litlum notum. Til þess að létta mér göng-
una sniðskar ég brekkurnar og feginn var ég þegar hæsta hryggnum
var náð og halla tók undan fæti. Ég hraðaði nú göngunni eftir föng-
um, af því að ég bjóst við að mjög væri liðið á vöku og komið að
háttatíma.
Að lokum komst ég heim að Kúlu og varð feginn ferðalokum.
Flest fólk var á fótum. Presturinn mun hafa verið háttaður, en kom
niður skömmu eftir að ég kom. Hann spurði almennra frétta, en ég
sagðist engar vita. Svo spurði hann hvort bréfið hefði komist til Auð-
ólfsstaða. Ég sagði svo vera. „Var Blanda lögð?“ spurði hann. Ég kvað
nei við því. „Léði Þorlákur þér hest yfir?“ Ég neitaði því. „Nú
hvernig fórstu þá yfir fyrst áin var ekki lögð og Þorlákur lánaði ekki