Húnavaka - 01.05.1978, Side 107
H Ú N AVA K A
105
hest?“ Ég sagði sem var að ég hefði vaðið hana. Hann leit á mig
hvasst en sagði ekkert góða stund.
Loks stóð hann upp og sagði um leið og hann gekk til stofu:
„Jæja Jónbjörn, ég hefi talið þig með nokkurn veginn meðalviti,
þess vegna er það dálítið hart að mega ekki senda þig bæjarleið, án
þess þú gjörir tilraun til að drepa þig.“
Við áttum aldrei framar samtal um þessa för.
Anno 1679: Um vorið var haldin prestastefna að Spákonufelli um það galdra-
rykti, sem Árni prestur Jónsson hafði fyrir orðið. Var lionurn dæmdur tylftar-
eiður og atti hann að hafa 4 leikmenn til fangavotta, tvo úr Húnavatnsþingi og
aðra tvo úr Hegranesþingi. Reið hann um sumarið til þeirra presta, sem honunt
voru nefndir til eiðvættis og með því hann fékk engan þeirra að fráteknum
einum, þá kom hann sér í skip engelskt á Austfjörðum og sigldi til Englands.
Skrifaði hann til íslands sumarið eftir og segist eiga örðugt að fá sér kost og
klæði, því sér sé jiar tíðkað erfiði ótamt og andaðist þar ári síðar. Kona hans
Ingibjörg meintist helst völd að því, sem manni hennar var kennt; hún var Jóns-
dóttir (Galdra-Intba). Var þá mælt að hún hefði verkmeistari verið til þessa,
ásamt djöflinum, sem hún síðar sýndi merki til. Fór hún líka austur og hleypti
vanheilsu á tvo presta, er hún fékk eigi það hún umbað. Eitt sinn falaði hún kú
snemmbæra af manni þar, hverja hann mátti eigi missa, en bauð henni að taka
einhverja af hinum 6, sem hann átti, fyrir ekkert; það vildi hún eigi, en um
morguninn eftir lágu þær allar dauðar.
Vallaannáll.
VOLGT GEITARHLAND í EYRAÐ
Eyrna- eða hlustarverkur virðist hafa verið algengur kvilli fyrrum, svo eru
mörg ráðin við honum. Hann batnar við að láta seyði af súru eða hvönn í eyrað,
eða tíkarmjólk, eða hrútsgall. Þá er og besta ráð að bræða merg úr tarfi og láta
drjúpa í eyrað, eða taka volgt geitarhland, eða feiti þá, sem er milli augnanna í
refnum og láta drjúpa í eyrað. Þá skal og láta kálfsmerg með kattarhári og konu-
mjólk í eyrað, eða láta kattargall eða geitamjólk drjúpa í það.
íslenskir þjóðhættir.