Húnavaka - 01.05.1978, Side 109
GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR, Austurhlíð:
Kvenfélag
Bólstaáarhlíðarhrepps
50 ára
Þann 15. febrúar árið 1927 voru saman komnar að Brattahlíð
nokkrar konur úr inndölum Austur-Húnavatnssýslu. Nánar tiltekið:
Svartárdal, Blöndudal, fremsta hluta Langadals og Laxárdals og ofan
af Skörðum. Þær horfðu björtum augum til austurs lengra mót
hækkandi sól og settu sér það takmark að stofna og starfrækja félag,
sem óneitanlega þurfti nokkra bjartsýni til, hjá einyrkja sveitakon-
um þeirra tíma á strjálbýlu og víðfeðmu félagssvæði. En hestar
postulanna svo að segja einu farartækin, a. m. k. að vetri til, þ. e.
helsta starfstíma félagsins.
Að félagsstofnuninni stóðu á þessum fundi 13 konur, en sam-
kvæmt undirskrift á lögum félagsins 18 konur. Þær gáfu félaginu
nafnið „Heimilisiðnaðarfélag Bólstaðarhlíðarhrepps“ því eins og
nafnið bendir til og segir í lögum félagsins 2. gr. „Tilgangur félags-
ins er að efla heimilisiðnað í Bólstaðarhlíðarhreppi.1' En í 3. gr. lag-
anna stendur: „Ennfremur að hafa skemmtisamkomu fyrir jólin og
allur ágóði af henni gangi til þess að gleðja fátækt barnafólk í
hreppnum."
Árstillag hverrar félagskonu var ákveðið 2 krónur, en Jrað og ágóði
af fyrirhuguðum heimilisiðnaðarsýningum, sem halda átti árlega,
skyldi lagt í sparisjóðsbók og tiltækt þegar félagskonur teldu ástæðu
til að nota það samkvæmt heimild og samþykkt funda.
í fyrstu stjórn félagsins vorn kosnar: Elísabet Guðmundsdóttir,
Gili forstöðukona, Emilía Jónsdóttir, Eyvindarstöðum varaforstöðu-
kona, Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, Bergsstöðum féhirðir, Guðrún
Þorkelsdóttir, Brattahlíð varaféhirðir, Guðrún Jónsdóttir, Finns-
tungu ritari, Guðmunda Jónsdóttir, Eyvindarstöðum vararitari.