Húnavaka - 01.05.1978, Qupperneq 110
108
H Ú N AVA K A
Fundir skyldu haldnir 4 árlega hjá félagskonum til skiptis. Ætla
má að á engan sé hallað, þó störf Elísabetar Guðmundsdóttur séu
talin mikil og merk í þágu félagsins fyrstu 28 árin en hún var for-
maður allan þann tíma, eða þar til hún flutti burt af félagssvæðinu.
Mætti þó nefna ýmis ncjfn, s. s. Guðrúnar Jónsdóttur, Óskar Skarp-
héðinsdóttur og Unnar Pétursdóttur, sem hver um sig var ritari fé-
lagsins í mörg ár, og Kristínar Sigvaldadóttur, en hún tók við for-
mennsku af Elísabetu og gegndi Jrví starfi í samfleytt 10 ár, áður
hafði hún verið ritari um skeið. Og síðast en ekki síst má nefna
Önnu Sigurjónsdóttur, Blöndudalshólum og Steinunni Björnsdótt-
ur, Stafni, sem voru með í stofnun félagsins og störfum öll þessi 50
ár og nú kjörnar heiðursfélagar á Jressum tímamótum.
Sagan sýnir, að allt til þessa dags hefur félagið samanstaðið af
samhuga og samhentum konum, sem hver og ein og hverju sinni
störfuðu af þeim fórnfúsa virka félagsanda, sem einn nær að blása
lífi í hvert starf og blessa árangur Jress. Mættu þar af fle.'ri félög lær-
dóm draga, þau er nú eiga í vök að verjast við sinnideysi og félags-
lega deyfð aldarandans, Jrar sem fleiri vilja vera mataðir þiggjendur,
en fáir leggja nokkuð af mörkum fyrir félagslega velferð eða vinna
nokkuð án daglanna að kveldi.
En þessi félagsskapur gerði fleira en láta gott af sér leiða útífrá.
Hann varð konunum einnig til mikillar ánægju og upplyftingar úr
hversdagsins önn. Eða eins og formaðurinn Elísabet Guðmundsdótt-
ir komst að orði í ræðu, sem hún flutti á 10. afmælisdegi félagsins,
að það hefði jafnframt þroskað sig og vonandi að eins væri um hinar
félagskonumar. Á Jressum 10 árum hafði félagið gefið fátæku barna-
fólki jólaglaðning, gefið til menningar- og mannúðarmála, stutt
námskeiðahald fyrir félagskonur o. fl., fyrir allháa fjárhæð á þeirra
tíma mælikvarða. En Jressa fjár öfluðu félagskonur með skemmti-
samkomum.
Sextánda sumarhelgin var lengi árlegur fjáröflunardagur með
heimilisiðnaðarsýningum í sambandi við sveitarfund árlega fyrstu
árin (aðgangseyrir 1 króna fyrir fnllorðna, 50 aurar fyrir börn. Veit-
ingar hafði hver með sér, fundargerð 5. apríl 1927). Og með árstil-
lögum félagskvenna, en Jrau voru 2 krónur til að byrja með, lækkuð
niður í 1 krónu á kreppuárunum upp úr 1930 en hækkuðu aftur
síðar.
Árlega færði félagið fátækum barnmörgum heimilum (sem nóg