Húnavaka - 01.05.1978, Page 112
110
H Ú N AVA K A
hrepps séð um veitingasölu við Stafnsrétt, fyrst í tjaldi, síðan skúr
eða skála, er það reisti þar til afnota þá 2 daga sem réttir standa ár
hvert.
Sem umbun fyrir framlagða vinnu hefur félagssjóður greitt ferða-
kostnað við sameiginlega skemmtiferð félagskvenna sumar hvert, hin
síðari ár, en nesti leggja konur til sjálfar. Hafa þær í þessum ferðum
víða farið og skoðað margt, meðal annars: Borgarfjörð, Eyjafjörð,
Skagafjörð, farið til Siglufjarðar, fyrir Skaga og Vatnsnes, á Strandir
og Hveravelli, Hvítárnes og Kerlingarfjöll svo eitthvað sé nefnt.
Á stórafmælum félagsins hafa félagskonur ýrnist gengist fyrir
skemmtunum og afmælishófi í félagsheimilinu eða farið í leikhús-
ferðir til annarra staða. Einnig hefir félagið gefið til Ellideildar
Héraðshælis A.-Hún. í tilelni af 40 ára afmæli þess krónur 75.000
og í tilefni 45 ára afmælisins aftur krónur 75.000. Auk þess minn-
ingabók og andvirði minningarkorta henni fylgjandi. Mun sú upp-
hæð nú nema um 200.000 krónum, sem kvenfélagið hefir gefið og
safnað til nýbyggingar íbúða fyrir aldraða. Einnig smærri gjafir til
tækjakaupa, m. a. sjúkrabíls og leikfanga, sem S.A.H.K. hefir geng-
ist fyrir og safnað til, en síðan gefið Héraðshælinu.
Margar fleiri gjafir til menningar- og mannúðarmála mætti nefna.
En þetta ætti að nægja, sem sýnishorn af því, hvemig félagið ávaxtar
sitt pund. Má af öllu þessu sjá, að kvenfélagið hefir komið víða við
á þessum 50 árum, sem liðin eru frá stolnun þess. Og eitt hefir þetta
kvenfélag lrarn yfir önnur, að ætla má, það hafði á tímabili einn
félagsmann, það er karlmann, Stefán Sveinsson á Æsustöðum. Hann
var síðar gerður að heiðursfélaga. Þetta var á þeirn árum, meðan
félagið hét ennþá „Heimilisiðnaðarfélag Bólstaðarhlíðarhrepps."
Seinna, þegar heimilisiðnaður tók að gegira öðru hlutverki, vegna
breyttra þjóðfélagshátta og félagið alltaf í daglegu tali kallað „kven-
félagið," enda Stefán Sveinsson farinn, þá var nafni félagisins breytt
formlega með fundarsamþykkt og lieitir nú „Kvenfélag Bólstaðar-
hlíðarhrepps." Eins, þegar efnahagur fólks rýmkaðist og ekki þótti
lengur ástæða til að safna til jólagjafa handa fátækum, þá var þeirri
venju breytt í jólatrésskemmtun fyrir öll börn í hreppnum (og full-
orðna), sem komist geta og notið þess, sem kvenfélagskonur veita
þar af rausn.
Svona mætti lengi rekja söguna, en einhvers staðar verður að láta
staðar numið. Sú er þetta ritar finnur einnig vanmátt sinn og van-