Húnavaka - 01.05.1978, Page 116
114
H Ú N AVA K A
sem margir telja ef til vill til smámuna, sýnir góðleik og skilning
gagnvart þeim smáu.
Ég hafði gaman af að spjalla við hann og sat hann oft lengi yfir
kaffisopa. Hann var minnugur á vísur og ljóð, glöggur í frásögn og
vitnaði þá oft til yngri ára sem hann átti bæði ljúfar og sárar minn-
ingar urn. Það var með hann, eins og fleiri sem snemma þurfa að
bjarga sér í baráttu lífsins, að það þarf dugnað og harðfengi til að
standa af sér ýmis áföll og ekki mun lífið alltaf hafa farið um hann
mildum höndum. Mátti oft greina djúpan sársauka í undirtóninum
þó að slegið væri á létta strengi.
Það er oft svo að hrjúft yfirborð er aðeins vörn gegn heiminum,
undir niðri slær viðkvæmt hjarta ef skyggnst er undir skorpuna.
Lýk ég máli mínu með ljóðlínum Tómasar Guðmundssonar sem
eiga víða við.
En þó að gleymskan vofi öllu yfir
ferst ekki neitt að fullu á meðan það
í einu hjarta á sér sama stað.
Við minninguna mælist það hvað lifir.
ÓSPJALLAÐAR MEYJAR
Til þess að vita, hvort piltur eða stúlka var hreinn sveinn eða raey, voru ýmis
ráð, að minnsta kosti að því er stúlkurnar snerti. Þannig liggur lifandi sprett-
fiskur (skerjasteinbítur) kyrr í lófa hreinnar meyjar, og ef baldursbrá er látin í
sæti stúlku og hún látin setjast ofan á hana, þá getur hún ekki staðið upp aftur,
nema hún sé hrein mey. Ef pilt eða stúlku hættir að kitla, voru þau ekki lengur
hreinn sveinn eða mey. Ef kvikasilfur er látið í lófa pilts eða stúlku, liggur það
grafkyrrt, ef þau eru hreinn sveinn eða mey, annars skelfur það (skotrast niður á
gólf, segja surnir). Ef stúlka pentar sig fyrir neðan rnitti, er hún ekki lengur
hrein mey. . . . Ekki má tungl skína í kjöltu óspjallaðrar meyjar, því að þá verður
hún barnshafandi, og er til þjóðsaga um það.
íslenskir þjóðhættir.