Húnavaka - 01.05.1978, Side 117
LÁRUS GUÐMUNDSSON, HöfðakaupstaS:
Lífié við sjóinn
Ég skyggnist um í fátæku sjávarþorpi. Það er sólbjartur sumar-
dagur. Hús fiskimannanna, tómthúsfólksins svokallaða, standa nokk-
uð dreift, en mynda þó þorp — sjávarþorp. Þau eru öll lítil, flest
lilaðin úr torli og grjóti, og þykk grasigróin þekjan. Einstaka hús
með hálfstafn úr timbri, sem snýr að suðri og sjó. Kringum þau flest
eru litlir túnblettir, en gróðurleysismölin setur þó svip á umhverfið,
þrátt fyrir að sumrinu hafi fylgt rnikil veðurblíða og allt grasi gróið
sem gróið getur, því verður þetta fátæklega sjávarþorp vinalegt á
þessum degi.
Ég staldra við hjá húsi eins fiskimannsins og virði það fyrir mér.
Veggir eru úr torfi, þannig að skiptist á lag af streng og klönrbru-
hnausum, en lag í veggjum neðst er valið grjót með sléttum fleti sem
snýr út- Veggirnir eru haglega hlaðnir, lítið eitt mjóni að ofan og
ásjálegir sem hefluð fjöl. Víða hefir gróður fest á þeim rætur, því að
mest ber á græna litnum. Þeir eru gamlir og hvergi moldrunnir. Þeir
bjóða íslenzkri vetrarveðráttu byrginn, nokkuð lengi, þótt tímans
tönn vinni sitt verk. Þak hússins er þykk grasi gróin þekjan. Mót
suðri er hálfstafn úr timbri, á honum er einn fjögura rúðu gluggi,
krosspóstur og þykk gluggatóftin nær upp að honum. Gegnum
gluggapóstinn er gat, borað með tommu bor, til að endurnýja and-
rúmsloft innanhúss. Dyr eru á miðri austurhlið og fram af þeirn
skúr, til skjóls, einkum í vetrarbyljum. Frá dyrum eru lagðir hellu-
steinar fram á bæjarhlaðið sem gangstétt. Þakgluggi er nær þeim
stafni er snýr frá sjó, þar er eldhúsið í þeim enda hússins, en húsið
er aðeins baðstofa og eldhús. Á rá sem hvílir með enda að veggjum
þvert yfir gluggatóftina á suðurstafni hússins, hanga skinnklæði lýsis-
borin, sjóvettlingar og handfæri. Sólskríkjan lætur heyra til sín, hún