Húnavaka - 01.05.1978, Qupperneq 118
116
H U N AVA K A
veitir fjölskyldunni ánægju og liana má enginn ónáða. Hún á unga
í hreiðri fremst undir þakbrúninni, hún er kvik í hreyfingum, hopp-
ar af einni bæjarhellunni á aðra og flýgur svo upp á bæjarþakið. IJar
á hún friðland með unga sína.
Sjórinn er spegilsléttur, svo langt sem augað eygir, en hreyfist lítið
eitt við sendna ströndina. Hópar sendlinga hlaupa um fjöruna, lyfta
sér til flugs þá minnst varir og setjast nokkru fjær. Æðarfuglinn situr
víða uppi í fjöru og fram á töngum og skerjum með stálpaða unga
sína. Mávar og ritur á flugi hér og þar, svipast eftir æti, eða synda
nálægt ströndinni. Selur stingur upp höfði, horfir forvitnilega í kring
og hverfur. Börn á ýmsum aldri eru að leik í fjörunni, gjöra strik í
sandinn sem leikmark, byggja hús, tína skeljar og kuðunga.
Nú gefum við gætur miðaldra manni, sem gengur að hússtafnin-
nm, teknr handfæri af ránni, sest í gluggatóftina, teknr hníf upp úr
vasa, atlnigar og treystir færisritbémaðinn og fægir loks önglana með
lmífsegginni og skefur þá. Það eru tveir önglar á færinu, sá minni
kallast falsari, á hann er venjulega sett beita, því fiskur á þægilegra
með að gleypa litla öngulinn með beitunni, en stærri öngullinn
krækist í fiskinn- Svo er sakkan úr blýi.
Kona lians og börn koma til hans. Nú ganga þau öll til sjávar, því
að í dag ætlar liann að róa til fiskjar. Það má líta lítinn bát tvíróinn,
ofarlega í fjörunni, í skjóli við klettahrygg. Þar er góð lending. í
bátnum eru tvær árar, mastur með segli vafið um, stýri og stýrissveif,
stjórafæri, goggur og lítil ífæra með kaðalspotta við, austurstrog og
blikkfata, aðgerðarhnífur og negla bátsins.
Hjónin og börn þeirra ganga til bátsins. Maðurinn leggur færið á
bitann í bátnum, sjóvettlingana og skinnklæðin sömuleiðis. F.ikar-
hlunnar liggja undir hlið bátsins, þau raða þeim með stuttu millibili
niður að sjávarmáli, sjór er tekinn í blikkfötuna og skvett á hlunn-
ana, svo þeir séu hálir, þá bátskjölurinn fer yfir þá. Fangalínan, sem
var bundin utan um stóran stein efst á sjávarbakkanum, er leyst og
henni kastað niður í barka bátsins. Nú taka hjónin sér stöðu sitt
hvoru megin við bátinn eftir að negla liefur verið slegin með litlum
steini í negluopið og skorður teknar frá. Þau gera krossmark yfir
bátinn og maðurinn segir: „Tökum néi á í Jeséi nafni.“ Báturinn
rennur vel á sjóvotum eikarhlunnunum, þar til hann flýtur á sjón-
um. Maðurinn kveður konu sína og börn, stekkur upp í bátinn og
ýtir honum frá landi með ár, en kona hans og börnin taka eikar-