Húnavaka - 01.05.1978, Síða 120
118
H Ú N AVA K A
og bleyta með sjó- Báturinn lendir, stýri er tekið af króknum og lagt
í skutinn, segl bundið um mastur og það niðurfellt og lagt á þóftur
ásamt árunum. Maðurinn stekkur upp úr bátnum og hjónin brýna
honum og setja svo skorður beggja megin við hann. Fiskinum er
kastað upp úr bátnum, en konan og börnin færa hann ofarlega í
fjöruna, því að aðfall er. Síðan er neglan slegin úr og sett á sinn stað
undir band, en sjór rennur út um negluopið. Sjór er tekinn í blikk-
fötuna og báturinn skolaður og hreinsaður. Þau rétta börnunum
fangalínuna að toga í. Bátinn setja þau upp, þar sem hann áður var
í skjóli við klettahrygginn, skorða hann, binda fangalínuna utan um
stóra steininn í fjörubakkanum og tína saman eikarhlunnana og
leggja þá í hrúgu undir hlið bátsins.
Dagurinn hefur verið bjartur og fagur, fært þeim björg í bú,
treyst bönd samvinnu og góðvildar, sem er lífæð hverrar fjölskyldu.
Fjölskyldan, fátæk á almennan mælikvarða, en þó rík, — hamingju-
söm.
HLEYPIDÓMAR EÐA TRÚARVILLA
Skrifað 1T76: Á ég að segja að menn skuli éta hestana? Það voga ég ekki. Þar
af kynni að orsakast upphlaup, þar flestir halda það óleyfilegt — já, sumir trúar-
villu og heiðni — að éta hrossakjöt. . . . En það væri athugavert, hvort hér ei,
eins og í flestum öðrum hlutum, innsmeygir sér það, sem ... ég á íslensku vil
kalla hleypidóm.
. .. Þó menn vilji kalla þetta heimsku og villulærdóm, sem mörgum er títt,
hverjum ekkert þykir rétt utan þeirra eigin grillur, svo er J)ó hér af auðséð, að
hjá öðrum hverjum, annaðhvort þeim, sem éta hrossakjöt eða hinum, sem halda
sér Jjar frá, eru innbyrlingar og hleypidómar einasta orsök j)ar til. Eður hver
kann að segja, að hann, sem fordæmir hrossakjötsát, hafi réttara fyrir sér heldur
en hinn, sem étur hrossaslátur.
Magnús Ketilsson sýslumaður í Búðardal.