Húnavaka - 01.05.1978, Page 121
GRÍMUR GÍSLASON:
in saga sveitamanns
Jakob er maður nefndur, Sigurjónsson, fæddur að Mörk á Laxár-
dal í Austur-Húnavatnssýslu 19. ágúst árið 1897. Þar á Mörk bjuggu
þá foreldrar hans, Jaau Jakobína Málfríður Jakobsdóttir, Finnssonar
frá Fremri-Fitjum í Miðfirði og Sigurjón Hallgrímsson, Erlends-
sonar, Árnasonar á Sveinsstöðum í Þingi. Móðir Sigurjóns Hall-
grímssonar var Margrét Magnúsdóttir, Péturssonar, bónda í Holti á
Ásum og var hún hálfsystir hins þekkta læknis Guðmundar Magnús-
sonar.
Þegar Jakob var á öðru ári fluttust foreldrar hans vestur yfir
Blöndu að Meðalheimi á Ásum. En Jakob naut ekki lengi móður
sinnar. Hún dó haustið 1901, en faðir hans hélt þó áfram búskap til
ársins 1910. Hafði hann þó látið soninn frá sér, árið áður, til þeirra
hjóna Jónasar B. Bjarnasonar, bónda í Litladal í Svínavatnshreppi
og Elínar Ólafsdóttur konu hans. Elín var systir Guðmundar Ólafs-
sonar alþm. í Ási í Vatnsdal. Dvaldi Jakob ]rrjú ár í Litladal og
fermdist þaðan. En vorið 1912 fór hann út að Höfnum á Skaga til
ekkju, sem Jrar bjó- Hún hætti búskap haustið 1913, en átti eftir all-
marga sauði, sem Jakob hirti þá um veturinn.
Vorið 1914 fluttist Jakob aftur fram í Svínavatnshrepp og gerðist
vinnumaður hjá þeim hjónum Eiríki Grímssyni og Ingiríði Jóns-
dóttur í Ljótshólum, sem þá höfðu nýlega hafið búskap. Ekki dvaldi
Jakob lengi í Ljótshólum í það skiptið. Hann fór að Grund í Svína-
dal og dvaldi þar í sex ár, en svo lá leið hans að Stóradal. Var Jakob
þá orðinn kóngsins lausamaður, eins og það var orðað. Hann átti þá
þegar nokkuð af kindum og hrossum og heyjaði handa þessum skepn-
um sínum. Leið hans lá aftur vestur í Svínadal að Ljótshólum og