Húnavaka - 01.05.1978, Page 125
H Ú N AVA K A
123
allmörg ár og gerður að heiðursfélaga þess félags er hann flutti burt
úr hreppnum.
Þá skal það talið að Jakob Sigurjónsson er einn af stofnendum
Hestamannafélagsins Neista árið 1943 og enn félagi þess. í stjórn
Neista var hann um langt skeið með þeim Guðbrandi ísberg og
Lárusi í Grímstungu.
l.oks skal svo segja frá þeim félagsmálastörfum (akobs Sigurjóns-
sonar er gerst munu lýsa vitsmunum hans og viðhorfi til félagslegra
úrlausna velferðarmála: Á árunum 1942—1946 sat hann í sýslunefnd
Austur-Húnavatnssýslu, sem fulltrúi Svínavatnshrepps. Á fundi
sýslunefndarinnar 6. maí 1944 flutti hann svofellda tillögu:
„Sýslunefnd felur oddvita sínum að leitast fyrir, hjá öllum hrepps-
nefndum sýslunnar, hvort áhugi sé fyrir því innan hreppanna að
komið verði á stofn í héraðinu, dvalarheimili fyrir gamalmenni og
leggi svo oddviti ályktanir hreppanna fyrir næsta aðalfund sýslu-
nefndarinnar.“
Tillaga þessi hlaut samþykki sýslunefndarinnar að undangengnum
nokkrum umræðum, en á næsta aðalfundi nefndarinnar, vorið 1945,
lágu fyrir rnjög jákvæð svör frá flestum sveitarstjórnum sýslunnar
og flutti þá Jakob eftirgreinda tillögu:
„Með því að stofnun elliheimilis fyrir Austur-Húnavatnssýslu hef-
ir almennt fylgi í héraðinu, ákveður sýslunefndin að kjósa þriggja
manna millifundanefnd til að undirbúa málið og leggja ákveðnar
tillögur um það fyrir næsta aðalfund sýslunefndarinnar.“
Tillögu þessari var vísað til allsherjarnefndar fundarins er flutti
hana óbreytta og var hún síðan samþykkt samhljóða af sýslunefnd-
inni. Kosnir voru í nefndina þeir Hafsteinn Pétursson sýslunefndar-
maður Bólstaðarhlíðarhrepps, Páll V. G. Kolka sýslunefndarmaður
Blönduóshrepps og jakob Sigurjónsson sýslunefndarmaður Svína-
vatnshrepps.
Tíu ár liðu, en árið 1955 hafði Héraðshæli Austur-Húnvetninga
risið af grunni og tók til starfa, en á efstu hæð þess hefir síðan verið
vistheimili fyrir aldrað fólk og ótvírætt sannað réttmæti tillögu
Jakobs Sigurjónssonar er varð að veruleika fyrir forgöngu hins
þekkta læknis Páls Kolka og fleiri góðra Húnvetninga er lögðu þessu
máli lið.
Þótt jakob Sigurjónsson hafi nú átta áratugi að baki hefir hann
lítt þurft á sérstakri umönnun að halda frá hendi samfélagsins. Hann