Húnavaka - 01.05.1978, Page 126
124
H Ú N AVA K A
hefir getað séð sér farborða án annarra forsjár. Hann hefir aldrei
gifst, en þó aldrei staðið einn í lífinu. Það gera einstæðir hæfileikar
hans til þess að gera samfélagið sér jákvætt í forrni velvildar þeirra er
hann hefir haft kynni af og umgengist. Slíkir menn eru engum til
óþurftar á lífsleiðinni og verða að teljast gæfumenn.
Ég hefi orð Jakobs sjálfs fyrir því að hann er þakklátur fyrir það
sem lífið hefir fært honum. Að honum hefir tekist að vera fremur
veitandi en þiggjandi og hann óskar þess að hann hafi komið þannig
fram að hann eigi enga óvildarmenn.
Slíkum mönnum sem Jakobi Sigurjónssyni er gott að líta til baka
í aftanskini langrar ævi og trúlega mun hann horfa til þess sem
ókomið er með yfirvegun og æðruleysi þess, sem veit að land er fyrir
stafni og búsmali dreifir sér um haga, þótt kynslóðir komi og fari.
Því hefi ég rakið sögu Jakobs Sigurjónssonar að hún er nokkuð
dæmigerð um það fólk er fæddist og óx upp í sveitum lands okkar á
öldinni sem leið og tekið hefir þátt í örri framvindu tuttugustu ald-
arinnar af fullu hlutgengi Jrrátt fyrir lítinn heimanbúnað af flestu
Jdví sem nú }:>ykir sjálfsagt og nauðsynlegt.
En óneltanlega hefir því tekist, velflestu, að tengja saman gamla
og nýja tímann með mikilli sæmd.
ÓÞRIFNAÐUR MISJAFNLEGA MIKILL
Óþrifnaður innan baðstofu var misjafnlega mikill eftir því hvernig fólkið var
gert. Sumir reyndu að halda svo þrifalegu inni sem hægt var, en sums staðar,
þar sem óþrifnaðurinn var í meira lagi, voru ekki næturgögnin borin fram eða
tænid fyrr en á kvöldin. Því gat verið handhægt fyrir kerlingarnar að grípa til
þeirra, ef á lá.
Það var ekki furða, þó að alls konar óþverri safnaðist fyrir í þessum vondu
baðstofum; þær voru fullar upp í af maurum (köngulóartegund) og mauravefum,
hégóma; margfætlur voru sums staðar, og í sumum sveitum voru loðpurkur (grá-
pöddur) í röðum við sperrur og langbönd, þar sem rakinn var mestur. Veggja-
títlan eða veggjaduðran spann í hverri baðstofu og boðaði mannslát árið í kring.
íslenskir þjóðhættir.