Húnavaka - 01.05.1978, Side 130
128
HUNAVAKA
Komst klaustrið þá í eigu konungs, er setti umboðsmenn sína yfir
eigur þess. Glötuðust þá margir dýrgripir klausturs og kirkju. Voru
umboðsmenn konungs jafnan nefndir klausturhaldarar og voru jafn-
framt oftast sýslumenn Húnvetninga. Hélst svo til ársins 1811 er
Þingeyrar komust fyrst í einkaeign. Sátu þar um langan aldur marg-
ir stórbrotnir höfðingjar og verður fárra þeirra getið hér.
Þingeyrakirkja, sem nú hefir staðið um aldarskeið Guði til dýrðar
og söfnuði hennar til blessunar, eins og velgerðarmaður hennar ætl-
aðist til í upphafi, er eins og áður er sagt eitt fegursta Guðshús þessa
lands og mun halda nafni Ásgeirs Einarssonar uppi um ókomna
framtíð.
Kirkjan er í rómönskum stíl með þriggja feta þykkum veggjum,
5 bogagluggum á hvorri hlið og hundrað rúðum í hverjum glugga.
Hvelfingin er með 1000 gylltum stjörnum. Hún er búin mörgum
fögrum gripum og skal aðeins fárra þeirra getið.
Mesti dýrgripur kirkjunnar er altarisbríkin og er það eini gripur-
inn, sem til er úr gömlu klausturkirkjunni. Mun hún gerð um eða
eftir 1400. Hún er með upphleyptum myndum úr alabastri, með
mynd Krists liins krýnda konungs fyrir miðju, en fyrir ofan hana er
mynd hinnar helgu borgar. Við fætur hans er róðukross og sín hvoru
megin við mynd Krists eru vopnaðir englar í varðstöðu. Til vinstri
er píslarsaga Krists, en til hægri upprisa hans. Mun bríkin áður hafa
verið með tveim vængjum er teknir liafa verið af henni og horfið
lyrr á öldum.
Á dögum Ásgeirs Einarssonar skar Guðmundur Pálsson, bíld-
höggvari út uppldeyptan rósabekk umhverfis bríkina og ofan hennar
er upphleypt mynd af himnaför Krists, svo og engilmynd. Altaris-
bríkin, sem fylgt hefir kirkjunni í rúmar 5 aldir og áður var yfir
altari Ólsenskirkju, er án efa einn af dýrgripum þessa lands. Predik-
unarstóll er og þar mikill og fagur, sem margir telja fegursta grip
sinnar tegundar á landi liér. Hann er í barrokstíl með upphleyptum
myndum Krists og postulanna og með himni yfir. Er hann líklega
liollenskur að uppruna. Á honum er áletrun og ártalið 1696 og er
hann gjöf Lárusar Gottrups lögmanns, er sat á Þingeyrum á árunum
1685-1721.
Við norðurvegg kirkjunnar stendur áttstrendur skírnarfontur með
himni yfir og með þykkri silfurskál. Á hliðum lians eru málverk af
atburðum úr ritningunni, 4 úr Gamla-Testamentinu og 4 úr því
J