Húnavaka - 01.05.1978, Page 131
HÚNAVAKA
129
nýja. Á himni hans er ártalið 1697. Er hann og með áletrun og nafni
Lárusar Gottrups, er gaf hann.
í turni kirkjunnar eru tvær allstórar klukkur og eru þær bæði
hljómfagrar og hljómsterkar. Er stærri klukkan áletruð nöfnum Guð-
brands Vigfússonar og Ásgeirs Einarssonar og ártalinu 1911. Mun
Sturla Jónsson, er um skeið var eigandi Þingeyra, liafa keypt klukk-
una til kirkjunnar.
Kaleikur, patína og vínkanna úr silfri eru frá byrjun 18. aldar með
fangamerki Jóhanns Gottrups, sonar Lárusar Gottrups, en liann hélt
Þingeyraklaustursumboð til 1737. Altarisklæði eru forn í kirkjunni.
Eru þau gefin af Bjarna sýslumanni Halldórssyni með fangamarki
hans og ártalinu 1763.
Kirkjan er allstór og rúmgóð og mun taka nokkuð yfir 100 manns
í sæti auk sönglofts. Eigi er þess getið liver teiknað hafi kirkjuna en
af mörgu rná ráða, að Sverrir Runólfsson, steinhöggvari, er var yfir-
smiður yfir steinbyggingunni og Ásgeir Einarsson liafi ráðið mestu
um útlit hennar.
í forkirkjunni er legsteinn Lárusar lcigmanns og konu lians Kat-
rínar og er hann greyptur inn í vegginn. Er hann um 2 m á hvorn
veg með skjaldarmerkjum þeirra hjóna, merkjum guðspjallamann-
anna og langri áletrun. Var legsteinninn áður á leiði þeirra hjóna í
garnla kirkjugarðinum.
Auðguðu þau hjón kirkjuna mjög af góðum gripurn eins og áður
er að vikið og munu því nrerki þeirra sjást um langan aldur á Þing-
eyrum.
í hundrað ára sögu kirkjunnar, lrafa nokkrir góðir gripir horfið
henni. Má þar m. a. nefna upphleyptar myndir af Kristi og postul-
unum er voru seldar um sl. aldamót Jóni Vídalín konsúl. Voru þess-
ar nryndir skornar í eik og marglitar. Eru þær nú í Vídalínsdeild
Þjóðminjasafnsins og prýða þar bókaskáp.
Á umræddu tímabili lrafa nokkrar lagfæringar farið fram á kirkj-
unni svo sem árið 1937, er kirkjan var múrhúðuð að innan og máluð.
Árið 1960 var eirþak sett á kirkjuna. Sex árum seinna eða 1966 var
steingirðing sett umhverfis kirkjuna og kirkjugarðinn. Drýgsta þátt-
inn í þeirri framkvæmd átti Ólafur Jónsson frá Brekku í Þingi, en
hann lagði fram stórfé til framkvæmdarinnar. Ólafur fór ungur til
Vesturheims og kom í heimsókn eftir nær hálfrar aldar veru vestra.
Hann hefir á margan hátt sýnt hvern hug hann ber til gömlu sóknar-
9