Húnavaka - 01.05.1978, Page 133
ÞORBJORG BERGÞORSDOTTIR:
Kvenfélagié Vaka
50 ára
Þann 8. janúar 1928 var Kvenfélagið Vaka á Blönduósi stofnað.
Aðeins ein af 12 stofnendum er enn á lífi, Helga Jónsdóttir. Hún er
nú heiðursfélagi.
í fyrstu stjórn félagsins sátu þessar konur: Jóhanna Hennnert, for-
maður, Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri, Láretta Stefánsdóttir, ritari.
Var fimmtugsafmælisins minnst í Félagsheimilinu á Blönduósi 8.
janúar sl. Eitt hundrað manns sótti hátíðarfund þennan og sumir
langt að komnir. Undu menn þar við góðar veitingar, söng og gleði,
kvenfélagskonur með eiginmönnum sínum og nokkrir velunnarar
félagsins.
Solveig Benediktsdóttir Sövik rakti ljóst og ítarlega sögu félagsins
og fluttu með henni Elísabet Finnsdóttir og Theódóra Berndsen.
Kom þar fram að félagið hefur jafnan reynt að fylgja 1. lagagrein
félagsins í Jjví að vinna að líknar- og menningarmálum.
Á fyrstu starfsárunum, kreppuárunum, voru ýmsir hjálparþurfi og
reyndi félagið að bæta hag þeirra eftir mætti. Á seinni árum hefur
af og til verið reynt að styðja ])á, sem verða fyrir sérstökum áföllum.
Einnig gerðist félagið þátttakandi í framkvæmdum í byggðarlaginu,
byggingu Héraðshælisins og síðar Félagsheimilisins. Lögðu konurn-
ar mjög hart að sér við fjáröflun meðan á byggingum þessum stóð,
frá jwí félagið ákvað kr. 5.000 sem fyrsta framlag til „gamalmenna-
heimilis í sýslunni" á fundi sínum 22. janúar 1948, um leið og skorað
var á sýslunefnd að hefja byggingu Jiess á árinu. Meðal viðfangsefna
félagsins hafa æ síðan verið þarfir þessara stofnana.
Þá hefur verið hlynnt að kirkjnnni, utan og innan dyra, og skreytt
á hátíðum.