Húnavaka - 01.05.1978, Page 135
HÚN AVA K A
133
Skólanum hefur stöku sinnum verið réttur einn og einn gripur og
árlega jólatré á skólalóðina.
Snemma var hugað að fegrun og ræktun í þorpinu og hvammin-
um þar sem vinnu við ræktun er fyrst getið í gerðabókum 1936. Ekki
er okkur þó óblandin gleði að hann sé nefndur Kvenfélagsgarður,
eins og oft heyrist, því að það er von okkar að hreppsbúar allir láti
sér annt um garðinn og njóti þess næðis og gróðursældar, sem er
furðu ólík bersvæðinu í kring. Nú hefur líka Steingrímur Davíðsson
gefið honum nafn og nafnspjald. Áður hafði hann gefið félaginu kr.
100 þús. til plöntukaupa í garðinn á 100 ára afmæli Blönduóss.
Afmælishátíðin fór siðan fram þar. Þau Steingrímur og Helga gróð-
ursettu raunar fyrstu runnana. Og nú heitir garðurinn Fagrihvamm-
ur og heitir á unga sem aldna að taka þar þátt í sívaxandi ræktunar-
önnum í gróandanum, þegar óskað er, og ekki síður að njóta þar
góðviðrisstunda. Kvenfélagið á einnig sinn reit meðal annarra félaga
í Hrútey.
Lengst af hefur kvenfélagið haldið árshátíð sína með þeim hætti
að bjóða eldri kynslóðinni með sér til gleðinnar í ársbyrjun og voru
mér þær samkomur stærsta nýjungin í mannfagnaði við komuna á
Blönduós. Svo liefur tekist til að annar háttur hefur verið hafður
síðustu ár. Ein síðasta hefðbundin árshátíð er í m.'nnum höfð. Þá
brast á ofviðri meðan kór og lúðrasveit skemmtu í veislunni. Með
góðri hjálp björguðust allir heim, en næstu daga fór enginn út úr
húsi.
Á þessu ári gengst félagið fyrir „opnu húsi“ fyrir þá, sem sumir
hverjir, sækja ekki lengur almennan gleðskap. Er ætlunin að halda
því áfram, ef aðsókn verður eins og vonast er eftir.
Margs konar fræðslufundir og námskeið hafa alla tíð verið haldin
og stundum með þátttöku utanfélagskvenna.
Heimilisiðnaðarsýningar voru oft haldnar áður fyrr, þá var líka
séð fyrir vefstól og stuðlað að heimilisiðnaði, heimilunum til hags-
bóta og kom sér oft vel. í þessu gætti, sem öðru, áhrifa Halldóru
Bjarnadóttur, sem var þá heimilisiðnaðarráðunautur og átti manna
mestan þátt í stofnun og starfi íslenskra kvenfélaga.
Skemmtiferðir hafa oft verið farnar um nágrennið og víðar. Ein
utanlandsferð var farin, þegar kvenfélagið í Þórshöfn bauð félags-
konum í heimsókn árið 1976.
Nú er von á færeyskum kvenfélagskonum í sumar og er okkur