Húnavaka - 01.05.1978, Page 139
H Ú N AVA K A
137
Vaka hefur átt beint samstarf við önnur félcg og átt þannig þátt í
stærri átökum en félagið veldur eitt sam-n. Einn'g það ýtir undir
samkennd og félagshug og reyndist um ótrúlegi auðug n girð að
gresja, ekki minna en 10 aðila. Auk þess hefur félagið stundum stutt
starf annarra félaga sem bundin eru ákveðnum markm’ðum, einkum
eftir tilmælum þeirra.
Skemmst er frá því að segja að aðalfjáröflunarleið félagsins er veit-
ingasala, enda hefur félagið kostað miklu t 1 áhakla og nýtur síbatn-
andi aðstöðu í eldhúsi Félagsheimilisins. Basar hefur verið haldinn
í einhverri rnynd flest ár frá 1939 og þorrablót á ?nnan áratug.
Hér er hrafl eitt til tínt, en félagið hefur fengið leyfi til að senda
frásögn Solveigar Kvenfélagasambandi Islands. Verður hún varðveitt
þar, en útdráttur úr henni gerður til birtingar í væntanlegu afmælis-
riti Kvenfélagasambandsins. En orðrétt segir Solveig: „Gerðabækur
félagsins eru án nokkurs efa, merkilegar heimildir um líf og störf
fólksins, gleði þess og sorgir og geyma hluta af sögu þessa litla kaup-
túns hér á Blöndubökkum.“
Á afmælisfundinum voru, auk frásögunnar, fluttar margar ræður
og frumsamið ljóð Guðlaugar Nikódemusdóttur, burtfluttrar félags-
konu.
Félaginu bárust gjafir frá Blönduóshreppi, öðrum félögum og ein-
staklingum. Er félagið innilega þakklátt fyrir fagrar gjafir og verð-
mætar og ekki síður hlý orð og viðurkenningu, sem fram kom.
Félagið ákvað að minnast afmælisins með fjárframlögum til kaupa
á röntgenframkallara fyrir Héraðshælið, bókakaupa til Grunnskóla
Blönduóss og litasjónvarps á ellideild Héraðshælisins, að verðmæti
samtals ein milljón króna.
Kjörnir voru heiðursfélagar, þær Elinborg Guðmundsdóttir, Ingi-
björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ragnheiður Brynjólfs-
dóttir, Vigdís Björnsdóttir og Þóra Sigurgeirsdóttir, sem allar hafa
starfað í félaginu áratugum saman. Auk þess voru heiðraðar með
merki Kvenfélagasambands íslands sjö konur sem komnar voru í
félagið á 25 ára afmælinu og starfa þar enn.
Sex Lionsmenn skemmtu með söng undir stjórn Jónasar Tryggva-
sonar og ekki í fyrsta sinn, sem Vaka leitar til þeirra.
Daginn eftir drakk stjórnin aftur afmæliskaffi félagsins með vist-
fólki Héraðshælisins og starfsfólki, en öll kvenfélög sýslunnar heim-
sækja Héraðshælið af og til.