Húnavaka - 01.05.1978, Page 140
138
HÚNAVAKA
Auk fyrstu stjórnar verður að nefna þær Dómhildi Jóhannsdóttur
og Þuríði Sæmundsen, sem sátu í stjórn félagsins í áratugi við mik-
inn sóma og góðan árangur.
Elísabet Sigurgeirsdóttir og Solveig Sövik hafa einnig lengi gegnt
formennsku og öðrum stjórnarstörfum.
Núverandi stjórn skipa: Þorbjörg Bergþórsdóttir, formaður, Aðal-
björg Ingvarsdótt'r, ritari, Helga Ólafsdóttir, gjaldkeri. Meðstjórn-
endur: Hildur Sigurgeirsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. — Vara-
stjórn: Margrét Ásmundsdóttir, Svanhildur Þorleifsdóttir og Theó-
dóra Berndsen.
Að lokum Jjakka ég lijartanlega fyrir hönd félagsins gestum og
öðrum vinum þess, mikla vinsemd á jDessum tímamótum og alla sam-
fylgd og samvinnu. Mér er kunnugt að Vökukonur hafa fullan hug
á ao verða áfram að liði því mannlífi, sem við óskum og vonum að
b'cmgist hér alla tíð.
Anno 1633: Vetur aftaka harður unt allt ísland. Hrun og niðurfall penínga.
Og þegar á jólum dóu peningar, sem voru færleikar. Gerði spillingarblota. Hev-
leysi allsstaðar. Ekkert fólk komst að sjónum til vers, fyrir ófaerðum snjóanna.
Fyrir suðaustan eigi vitjað kirkna fyrir ofhruni snjóanna, hvorki af prestum né
sóknarfólkinu; ekki vatnað peningum nema eitt sinn í viku á sumum bæjum;
menn komust eigi fram, varla milli féhúsanna og bæjanna. Fjárliúsin fennti með
fjánum og urðu ekki fundin. Fennti og hrönnum peninginn, hundrað hesta
suður á Kjalarnesi, item í Borgarfirði. Féll peningar fyrir sunnan og austan,
einnig og vestra af heyleysi; talið 12 hundruð kúa úr Borgarfirði og austur að
Rangá dáið hefði; einnig 153 færleikar undir Eyjafjöllum; var og mælt í Skál-
holti hefði eftirlifað 7 færleikar: var og einnig hrun af nautum vestur um sveitir.
Skarðsárannáll.
Anno 1690: Dæmdur lrá líl'i á alþingi fyrir galdrabrúkun Clemens Bjarnason
úr Steingrímsfirði; meðkenndi sig brúkað hafa töfravers vfir fé sínu. Ekki var
lagt á hann lífsstraff, og látinn aftur í vöktun sýslumannsins í Strandasýslu; sat
hann þar til næsta árs.
Vallaannáll.